Fara í efni

Fallegasti garður á Seltjarnarnesi 2004 er Bollagarðar 22, eigendur Guðmundur Albertsson og Sigríður Ólafsson.

Umhverfisviðurkenningar Umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2004 voru veittar 29. júlí sl. í húsnæði Bókasafns Seltjarnarness


Fallegasti garðurinn:
Bollagarðar 22, eigendur Guðmundur Albertsson og Sigríður Ólafsson

 

Í umsögn dómnefndar segir m.a.: Falleg aðkoma að húsi, allur gróður í rækt, grasflatir sérlega fallegar, fjölbreytni í plöntuvali, snyrtimennska og natni í allri vinnu. Garður sem ber eiganda sínum gott vitni.
 

Sérstök viðurkenning fyrir fallega garða:
 

Fornaströnd 8, eigendur Geirþrúður Árnason og Gunnlaugur Árnason

 

Umhverfisnefnd veitir húseigendum sérstaka viðurkenningu fyrir fallegan garð. Húseigendur hafa ræktað garðinn til áratuga og í honum eru yfir 200 hundruð tegundir planta, auk fjölda álfa og skógarbúa, sem eiga búsetu í garðinum.
 

Fornaströnd 10, eigendur Ása K. Oddsdóttir og Þorkell Bjarnason

 

 

Umhverfisnefnd veitir húseigendum sérstaka viðurkenningu fyrir fallegan garð. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: Húseigendur hafa ræktað garðinn af mikilli alúð í langan tíma.  Í garðinum er gríðarlegur fjöldi plantna, grasflatir vel hirtar sem og stéttar.


Eldra húsnæði, viðhald og/eða endurbætur.
Nýlenda, eigendur: Snæbjörn Ásgeirsson og Guðrún Jónsdóttir.

 

Umhverfisnefnd veitir húseigendum sérstaka viðurkenningu fyrir vel viðhaldið gamalt hús, en húsið var byggt 1952. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: Nýlenda er sérlega snyrtilegt hús í alla staði og verið eigendum til sóma og bæjarbúum til fyrirmyndar.
 
 

Gata ársins
Sefgarðar


 

Sefgarðar liggja vestast á Seltjarnarnesi og við götuna standa 14 einbýlishús.  Milli húsanna er opið svæði í eigu bæjarins og setur það skemmtilegan svip á götuna.  Elstu húsin eru síðan 1975 og þau yngstu síðan 1982.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?