Vínarborgar, alls um 40 manns með stjórnanda og fararstjórum. Í Vín tekur
sveitin þátt í árlegu tónlistarmóti sem nú er haldið þar í 33. sinn.
Hátíðin verður sett í miðborg Vínarborgar laugardaginn 10. júlí og lýkur
þriðjudaginn 13. júlí. Bæði umgjörð og dagskrá mótsins er mjög glæsileg.
Lúðrasveitin tekur þátt í keppni lúðrasveita sem haldin er á mótinu og er
aðalstjórnandi Fílharmoníusveitarinnar í Vínarborg einn dómaranna, svo varla
þýðir nema fyrir ágætissveitir að sýna sig þar. Lúðrasveitin okkar hélt opna
lokaæfingu í Seltjarnarneskirku á miðvikudaginn og ljóst af glæsilegri
spilamennsku að sveitin verður bænum til sóma í keppninni. Skemmst er að
minnast frábærs árangurs sveitarinnar í keppni í Gautaborg fyrir tveimur
árum. Auk keppninnar og margvíslegrar spilamennsku er þátttakendum boðið til
fjölbreyttrar menningardagskrár í Vínarborg. Sveitin kemur heim seint á
fimmtudagskvöld 15. júlí. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Kári H. Einarsson.