Breytingartillagan tekur til Hrólfsskálamels og Suðurstrandar og afmarkast í grófum dráttum af Suðurströnd, Nesvegi, Kirkjubraut, Skólabraut, mörkum lóðar Valhúsaskóla og opnu svæði austan Bakkavarar.
Helstu breytingar frá gildandi skipulagi eru eftirfarandi:
· Opið grænt svæði við Suðurströnd og lítill hluti svæðis opinberra stofnana norðan þess breytist í íbúðarsvæði.
· Mörk svæðis opinberra stofnana norðan Suðurstrandar breytist lítillega við Valhúsaskóla til suðurs, við sundlaug og heilsugæslustöð til vesturs og við Mýrarhúsaskóla til suðurs.
· Reitur á Hrólfsskálamel, austan við íþróttahús, breytist úr svæði opinberra stofnanna í opið svæði til sérstaka nota.
· Reitur á Hrólfsskálamel, á norðvesturhorni Suðurstrandar og Nesvegar, breytist úr verslunarstarfsemi /miðbæjarsvæði og blandaðri landnotkun opinberra stofnana og iðnaðar í miðsvæði.
· Reitur á suðvesturhorni Suðurstrandar og Nesvegar breytist úr svæði opinberra stofnana, opnu grænu svæði og svæði fyrir bílastæði í miðsvæði.
· Reitur sunnan Suðurstrandar (svæði leikskóla) breytist úr svæði opinberra stofnana og opnu grænu svæði í svæði fyrir þjónustustofnanir.
· Gert er ráð fyrir að Suðurströnd geti hliðrast um 0-2 metra til suðurs innan skipulagssvæðisins.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Breytingartillagan er til sýnis á bæjarskrifstofu Seltjarnarness Austurströnd 2 og á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg frá 23. júlí 2004 til og með 20. ágúst 2004. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarskrifstofu Seltjarnarness eigi síðar en 3. september 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.
Seltjarnarnesi 23. júlí 2004,
bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi.
Gögn vegna breytingartillögu: Greinargerð Uppdráttur Kort1 Kort 2 Kort 3.