Fara í efni

Góð aðsókn að Sögunni í grjóti og gripum

Mikill áhugi hefur verið á sýningu Harðar Páls Stefánssonar sem nú stendur yfir á Bókasafninu á Seltjarnarnesi. Sýningin, er ber nafnið Sagan í grjóti og gripum, opnaði um miðjan mánuðinn og hefur að sögn starfsmanna vakið mikla athygli.

Frá sýningunni Sagan í grjóti og gripumMikill áhugi hefur verið á sýningu Harðar Páls Stefánssonar sem nú stendur yfir á Bókasafninu á Seltjarnarnesi. Sýningin, er ber nafnið Sagan í grjóti og gripum, opnaði um miðjan mánuðinn og hefur að sögn starfsmanna vakið mikla athygli.

Hörður er 15 ára nemandi við Valhúsaskóla og hefur hann haft áhuga á fornminjum og gömlum munum um nokkur tíma. Hörður bjó með foreldrum sínum í nokkur ár bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum en eftir að fjölskyldan flutti aftur á Seltjarnarnes árið 2000 tók Hörður til óspilltra málanna að kanna sögulegar minjar á Nesinu. Meðal hluta á sýningunni er þannig að finna margt forvitnilegt bæði utan úr heimi og af Seltjarnarnesi.

Við opnun sýningarinnar ávarpaði bæjarstjórinn gesti og kvaðst bæði ánægður og stoltur yfir því að geta aðstoðað hinn unga Seltirning við að sýna afrakstur starfs síns sem væntanlega er rétt að hefjast. Megin hugmynd Harðar með sýningunni er að vekja athygli á nauðsyn þess að gleyma ekki okkar eigin sögu og sögu bæjarfélagsins á Seltjarnarnesi þó söguna sé nú að mestu leyti að finna í grjóti.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?