Fara í efni

Tónlistarskólinn stækkaður og endurbættur á 30. afmælisári – opnunarhátíð laugardaginn 21. 08. kl. 14:00

Í haust tekur Tónlistarskóli Seltjarnarness til starfa í endurbættu og stækkuðu húsnæði. Skólinn er jafn gamall bæjarfélaginu og fagnar því 30 ára afmæli á þessu ári.

Síðan í vor hefur verið unnið að endurskipulagningu og endurbótum á húsnæði skólans ásamt stækkun en skólinn fær til afnota hluta af fyrrum húsnæði bókasafnsins er flutti á Eiðistorg síðast liðið sumar.

Af þessu tilefni verður efnt til opnunarhátíðar laugardaginn 21. ágúst og hefst hún kl. 14:00. Þar verður gestum m.a. boðið að skoða skólann og þiggja léttar veitingar.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?