Í Selinu er boðið upp á ýmiskonar afþreyingu eins og borðtennis, „pool“, tölvuleiki, „Sing Star“ og margt fleira. Þar er líka aðstaða til að vinna að ýmiskonar verkefnum og uppákomum þar sem hugmyndaflugið er virkjað.
Í Selinu er boðið upp á ýmiskonar afþreyingu eins og borðtennis, „pool“, tölvuleiki, „Sing Star“ og margt fleira. Þar er líka aðstaða til að vinna að ýmiskonar verkefnum og uppákomum þar sem hugmyndaflugið er virkjað. Selið opnar klukkan 13:00 á virkum dögum fyrir 8. -10. bekkinga en er einnig með starf fyrir 7. bekkinga á milli klukkan 16:00 og 18:00 á laugardögum.
Unglingar eru hvattir til að nýta sér starfsemina ekki síst þessa dagana þegar að mörgum reynist erfitt að finna sér eitthvað til dundurs. Í Selinu er líflegt starfsfólk sem er ávallt tilbúið að aðstoða og leiðbeina ungu fólki við að sinna hugðarefnum sínum. Heimasíða Selsins er http://www.selid.is.