Fara í efni

Seltjarnarnesbær auglýsir eftir samstarfsaðila er áhuga hefur á að leggja ljósleiðaranet um bæjarfélagið.

Um er að ræða samstarf um lausnir þar sem Seltjarnarnesbær hyggst skapa tækifæri fyrir aðila til að ryðja brautina um ljósleiðaravæðingu sveitarfélaga.

Auk þess kemur til greina þátttaka bæjarfélagsins með undirbúningsvinnu, vali á lagnaleiðum, samskiptum við íbúa eða teiknivinnu í landupplýsingakerfi samkvæmt nánara samkomulagi.

Seltjarnarnesbær vill með þessu stuðla að því að bæjarfélagið verði í fremstu röð hvað snertir aðgengi íbúa, fyrirtækja og stofnana að nýjustu og bestu samskiptatækni og breiðbandsþjónustu í anda stefnumörkunar ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið.

Seltjarnarnesbær áformar ekki að eiga viðkomandi net né reka það.

Samstarfsaðilinn mun eiga og reka netið og bera fulla ábyrgð á því.

Netið á að vera þannig að allir sem áhuga hafa á að veita þjónustu yfir netið skulu hafa jafnan aðgang að því og það á að ná til allra heimila og fyrirtækja í bænum.

Áformað er að koma á háhraða samskipta- og fjarskiptaneti sem næði til allra heimila og fyrirtækja í bænum. Netið verður opið öllum þeim sem hafa áhuga á að dreifa efni eða veita þjónustu sem krefst greiðra og hagkvæmra leiða.

Netið samanstendur af einingum sem saman mynda víðtækt þjónustunet. Gert er ráð fyrir að verkþættir verði tveir:

Ljósleiðaranet
Samskiptanet yfir ljósleiðarann

Samstarfsaðili sér um alla hönnun og verklegar framkvæmdir svo og allan rekstur þar með talið sölu- og markaðsmál og samskipti við efnis- og þjónustuveitur.

Áhugasamir aðilar þurfa að skila upplýsingum og gögnum sem nánar er lýst hér á eftir.

Nánari upplýsingar og gögn fást á bæjarskrifstofu.

Áhugasamir skili tillögum sínum í síðasta lagi 22. október 2004

Seltjarnarnesbær
Austurströnd 2
170, Seltjarnarnes
Sími: 5959-100
Fax: 5959-101
Tölvupóstfang: postur@seltjarnarnes.is
Verkefnisstjóri: Óskar J. Sandholt




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?