Hinn 3. sept. sl. rann út frestur til að skila inn athugasemdum um breytingu á aðalskipulagi fyrir skipulagssvæðið á Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Í lok athugasemdaferlisins eða hinn 3. sept sl. barst Seltjarnarnesbæ undirskriftalisti á vegum áhugahóps um betri byggð með nöfnum 924 einstaklinga er mótmæltu fyrirhuguðu skipulagi. Að auki bárust 27 aðrar skriflegar athugasemdir bæjarskrifstofunum áður en fresturinn rann út.
Frestur til að skila inn athugasemdum við tillögu að deiliskiplagi fyrir sama svæði rann út föstudaginn 10. september sl. Rúmlega 160 manns höfðu ritað nöfn sín á mótmælalista gegn deiliskipulaginu á vegum ofangreinds áhugahóps. Að auki bárust 19 skriflegar athugasemdir við deiliskipulagið.
Samkvæmt skipulagsferlinu, er byggir á skipulags og byggingarlögum nr.
35/1997 (m.s.br.) mun skipulagsnefnd á næstu vikum fara rækilega yfir allar
athugasemdir, vinna úr þeim og gera tillögur um framhald verkefnisins.