Í ár verður boðið upp á kynningu í Bókasafni Seltjarnarness á göngustígakorti fyrir höfuðborgarsvæðið. Slíkum göngustígakortum mun verða komið fyrir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og mun eitt slíkt verða afhjúpað af borgar- og bæjarstjórum nágrannasveitarfélaganna þann 20. september. Bæjarstjórarnir munu hjóla inn í Elliðaárdal og mætast við göngustígakortið sem þar verður afhjúpað. Skemmtilegt væri ef Seltirningar hjóluðu inn í Elliðaárdal til móts við bæjarstjórana en fyrirhugað er að athöfnin verði kl. 15:30.
Göngustígakort sem síðar verður komið upp á Seltjarnarnesi mun verða til sýnis í bókasafninu alla samgönguvikuna.
Í bókasafninu verða einnig kynntar niðurstöður úr könnun slysavarnakvenna um hvernig börnin í grunnskólanum koma/fara í skólann. En fróðlegt er að sjá hvað þar kemur fram.
Í bókasafninu verða sýnd myndverk sem unnin voru af 10 ára börnum í grunnskólanum sl. vor, um "Slysavarnir í umferðinni". Teikningarnar/myndirnar verður hægt að skoða á tölvuskjá í bókasafninu alla samgönguvikuna.
Dagskrá Evrópsku samgönguvikunar dagana 16. - 22. sept.
Laugardagurinn 18. sept.
kl. 9:00
Förumannsganga: Jónatan Garðarson útivistarmaður leiðir förumannsgöngu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Lagt verður af stað frá Byggðasafninu, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði og gengið til Skólavörðuholts í Reykjavík. Á leiðinni verður áð í Minjagarðinum í Garðarbæ kl. 10:30 þar sem Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, sem stýrði uppgreftri á svæðinu tekur á móti göngumönnum. Annar áningarstaður á Þinghóli í Kópavogi laust fyrir kl. 12 þar sem Björn Þorsteinsson tekur á móti göngumönnum og segir frá staðarháttum. Endir göngunnar verður um kl. 14.30 á Skólavörðuholti þar sem Birna Þórðardóttir tekur á móti.
Mánudagurinn 20. sept.
kl. 13:00
Eldri borgurum á Seltjarnarnesi boðið upp á stafagöngukynningu við Sundlaug Seltjarnarness, gengið verður út í Læknaminjasafn og boðið upp á kaffi. Af því tilefni mun Nesstofa verða opin .
kl. 15:30
Skilti í Elliðaárdal vígt. Þórólfur Árnason borgarstjóri afhjúpar skiltið. Bæjarstjóri Seltjarnarness ásamt af borgar- og bæjarstjórar nágrannasveitarfélaganna munu hjóla inn í Elliðaárdal og mætast við göngustígakortið sem þar verður afhjúpað. Skemmtilegt væri ef Seltirningar hjóluðu inn í Elliðaárdal til móts við bæjarstjórana.
kl. 19:00
Stafagöngukynning við Sundlaug Seltjarnarness. Gengið verður góður hringur á nesinu.
Miðvikudagurinn 22. sept. Bíllausi dagurinn
Hápunktur Evrópsku samgönguvikunnar er Bíllausi dagurinn sem haldinn er til að hvetja fólk til að nota almenningssamgöngur eða aðra fararskjóta en einkabílinn til að draga úr mengun. Af þessu tilefni er ókeypis í strætó allan daginn.
Sjá einnig www.mobilityweek-europe.org