Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Breyting á aðalskipulagi samþykkt.
02.11.2004

Breyting á aðalskipulagi samþykkt.

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti þann 25. október 2004 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 1981-2001, Hrólfsskálamelur/ Suðurströnd með þeim breytingum að heildarfjöldi íbúða á öllu svæðinu er lækkaður úr 180 í 150 og að hámarksnýtingarhlutfall (NH) á svæði við Suðurströnd er lækkað úr 0,85 í 0,7 (bílageymslur neðanjarðar ekki meðtaldar).
Framkvæmdir bæjarins sumarið 2004
19.10.2004

Framkvæmdir bæjarins sumarið 2004

Framkvæmdir sumarsins gengu vel á Seltjarnarnesi enda viðraði vel fyrir hin fjölmörgu viðhaldsstörf er unnin eru á sumri hverju. Vel miðar við fegrun opinna svæði innan bæjarmarkanna og verður áfram haldið á sömu braut á næstunni.    
Bæjarhlið við Nesveg.
19.10.2004

Bæjarhlið við Nesveg.

Í sumar reis bæjarhlið við Nesveg og má því segja að báðar aðkomuleiðir að bænum séu vel merktar. Hliðið við Nesveg er af nokkru öðru tagi en bæjarhliðið við Norðurströnd enda aðstæður aðrar.
Bæjarstjóranum færður stjóri.
13.10.2004

Bæjarstjóranum færður stjóri.

Seltirningurinn Erlendur Sveinsson tók sig til á dögunum og færði bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi gamlan stjóra að gjöf. Tilefni gjafarinnar er hin táknræna merking stjórans um að láta ekki gjörningaveður hafa áhrif á stefnu skútunnar.
Endur- og símenntun starfsfólks leikskóla á Seltjarnarnesi.
12.10.2004

Endur- og símenntun starfsfólks leikskóla á Seltjarnarnesi.

Skólaskrifstofa Seltjarnarness er í samstarfi við skólaskrifstofur í nágrannasveitarfélögunum um fyrirlestra og námskeið fyrir starfsfólk í leikskólunum. Samstarf bæjarfélaganna Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Kopavogsbæjar og Seltjarnarness hefur verið staðið yfir í 3 ár.
Sundlaugin verður lokuð miðvikudag 13., fimmtudag 14. og föstudag 15. október.
12.10.2004

Sundlaugin verður lokuð miðvikudag 13., fimmtudag 14. og föstudag 15. október.

Sundlaug Seltjarnarness verður lokuð nk. miðvikudag til föstudags vegna venjubundins viðhalds og árlegra hreinsunar.
Starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Selsins í fullum gangi.
11.10.2004

Starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Selsins í fullum gangi.

Í Selinu er boðið upp á ýmiskonar afþreyingu eins og borðtennis, „pool“, tölvuleiki, „Sing Star“ og margt fleira. Þar er líka aðstaða til að vinna að ýmiskonar verkefnum og uppákomum þar sem hugmyndaflugið er virkjað.
Stafagöngukynning fyrir eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi
08.10.2004

Stafagöngukynning fyrir eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi

Í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni var eldri bæjarbúum á Seltjarnarnesi boðið upp á stafagöngukynningu.
Bæjarstjórar og borgarstjóri hjóluðu saman
08.10.2004

Bæjarstjórar og borgarstjóri hjóluðu saman

Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu fóru saman í hjólreiðatúr á hjólreiðadaginn þ.20. september ásamt borgarstjóra en leið þeirra lá frá Þinghóli í Kópavogi gegnum Fossvogsdalinn áleiðis í Elliðaárdal.
08.10.2004

Starfsemi í skólanum á meðan verkfalli stendur

Í skólanum eru aðrir starfsmenn en kennarar, deildarstjórar og námsráðgjafar að störfum, en ganga ekki í störf kennara.
08.10.2004

Seltjarnarnesbær auglýsir eftir samstarfsaðila er áhuga hefur á að leggja ljósleiðaranet um bæjarfélagið.

Um er að ræða samstarf um lausnir þar sem Seltjarnarnesbær hyggst skapa tækifæri fyrir aðila til að ryðja brautina um ljósleiðaravæðingu sveitarfélaga.
Grafið við Bygggarðsvör
08.10.2004

Grafið við Bygggarðsvör

Að frumkvæði umhverfisnefndar Seltjarnarnesbæjar hófust rannsóknir á minjum við Bygggarðsvör í sumar með leyfi Fornleifaverndar ríkisins.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?