Fara í efni

Seltjarnarnesbær og Fjölís semja um ljósritun á vernduðum verkum

Seltjarnarnesbær og Fjölís, hagsmunafélag um höfundarétt, undirrituðu í gær samning um ljósritun á vernduðum verkum í stjórnsýslu og stofnunum Seltjarnarnesbæjar. Samningurinn nær til útgefinna rita eins og t.d. bóka, tímarita, nótnahefta og bæklinga og er hliðstæður öðrum samningum Fjölís við sveitarfélög er byggir á samningsfyrirmynd gerðri í samvinnu Fjölís og Sambands íslenskra sveitarfélaga.  

Fjölís er hagsmunafélag samtaka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höfundaréttarverndar og nýtt eru með ljósritun og annarri hliðstæðri eftirgerð rita. Auk samnings við Seltjarnarnesbæ hefur Fjölís gert samninga við fleiri sveitarfélög, samning við menntamálaráðuneytið vegna ljósritunar í skólum, við ríkið vegna ljósritunar í Stjórnarráði Íslands og stofnunum þess, við einstakar ríkisstofnanir, við Kirkjuráð, við Samtök tónlistarskóla í Reykjavík, svo og samninga við allmarga einkaskóla.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?