Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Umferðardagar
06.05.2005

Umferðardagar

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um öryggi í umferðinni í Grunnskóla Seltjarnarness dagana 4. og 6. maí. Kennarar munu leggja aukna áherslu á að ræða við nemendur um hættur í umferðinni og notkun hjálma ásamt því að vinna verkefni tengd umferðinni.
Uppskeruhátíð í Mánabrekku.
03.05.2005

Uppskeruhátíð í Mánabrekku.

Föstudaginn 29. apríl sl. var haldin mikil uppskeruhátíð í leikskólanum Mánabrekku. sýnd voru verk barnanna sem þau hafa unnið í vetur. Allir veggir voru þakktir listaverkum og auðséð að mikil sköpun er í gangi í leikskólanum.
Hreinsunardagur á Seltjarnarnesi
03.05.2005

Hreinsunardagur á Seltjarnarnesi

Hreinsunardagur á Seltjarnarnesi verður næstkomandi laugardag. Undirbúningur fyrir hreinsunardaginn er í fullum gangi.
Seltjarnarnesbær stuðlar að öryggi ungmenna í vinnuskólanum
02.05.2005

Seltjarnarnesbær stuðlar að öryggi ungmenna í vinnuskólanum

Í sumar verður tekið upp áhættumat í vinnuskóla Seltjarnarnesbæjar en samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga er ætlast til að atvinnurekandi framkvæmi slíkt mat.
Danssýning nemenda í Mýrarhúsaskóla
29.04.2005

Danssýning nemenda í Mýrarhúsaskóla

Í Mýrarhúsaskóla er danskennsla fastur liður á stundaskrá nemenda í 2.-6. bekk. Dagana 25. 26. og 27. apríl voru nemendasýningar í Íþróttahúsi Seltjarnarness. Fjöldi foreldra mætti til að horfa á börnin dansa undir dyggri stjórn danskennarans Heiðars Ástvaldssonar.
29.04.2005

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar samþykktur

Rekstur Seltjarnarnesbæjar gekk vel á síðastliðnu ári. Ársreikningurinn var samþykktur við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar en samkvæmt honum var niðurstaðan sú að rekstur sveitarfélagsins var jákvæður um 114 milljónir króna.
Stórátak í endurbótum við Mýrahúsaskóla
28.04.2005

Stórátak í endurbótum við Mýrahúsaskóla

Í sumar verður haldið áfram við gagngerar endurbætur við Mýrarhúsaskóla. Á síðasta ári var lokið við að utanhússviðhald og að auki tekið í notkun fullkomið nemendamötuneyti. Á næstu þremur árum verður eldri hluti skólans endurnýjaður að fullu og verður í sumar hafist handa við fyrstu hæðina.
Vel heppnaður Gróttudagur
26.04.2005

Vel heppnaður Gróttudagur

Í tilefni af degi umhverfisins stóð Skólaskrifstofa Seltjarnarness fyrir fjölskyldudegi í Gróttu sunnudaginn 24. apríl sl. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína út í eyjuna, naut veðurblíðunnar og náttúrufegurðarinnar, rannsakaði lífríkið og fór upp í vitann.
26.04.2005

Af vef Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóli

María Haraldsdóttir í 5.D er Reykjavíkurmeistari í hástökki og nemendur Mýrarhúsaskóla urðu sigursælir í vetrarmyndasamkeppni Menntagáttar
Seltirningar mjög áhugsamir um ljósleiðarann
26.04.2005

Seltirningar mjög áhugsamir um ljósleiðarann

Framkvæmdir við ljósleiðaraverkefni ganga að mestu samkvæmt áætlun. Fyrir nokkru gerði Gallup viðhorfskönnun meðal Seltirninga en niðurstöður hennar verða nýttar við gerð endanlegrar verkáætlunar. Inngangstexti
22.04.2005

Samstarfssamningur undirritaður um sameiginlega kynningu höfuðborgarsvæðisins.

Samstarfssamningur undirritaðum um sameiginlega kynningu á höfuðborgarsvæðinu Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í gær, sumardaginn fyrsta, samstarfssamning um að vinna sameiginlega að upplýsingamiðlun, kynningu á viðburðum tengdum ferðaþjónustu og markaðssetningu höfuðborgarsvæðisins.
Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi gefur dagatal í öll hús á Nesinu
20.04.2005

Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi gefur dagatal í öll hús á Nesinu

Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi hefur að undanförnu unnið að gerð "eilífðardagatals" en það er dagatal sem hægt er að nota ár eftir ár þar sem vikudagarnir eru ekki settir inn á það og var þar dreift inn á hvert hús á Seltjarnarnesi
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?