Fara í efni

Stórátak í endurbótum við Mýrahúsaskóla

Í sumar verður haldið áfram við gagngerar endurbætur við Mýrarhúsaskóla. Á síðasta ári var lokið við að utanhússviðhald og að auki tekið í notkun fullkomið nemendamötuneyti. Á næstu þremur árum verður eldri hluti skólans endurnýjaður að fullu og verður í sumar hafist handa við fyrstu hæðina.

Börn að leikÍ sumar verður haldið áfram við gagngerar endurbætur við Mýrarhúsaskóla. Á síðasta ári var lokið við að utanhússviðhald og að auki tekið í notkun fullkomið nemendamötuneyti sem fengið hefur afar góðar viðtökur. Á næstu þremur árum verður eldri hluti skólans endurnýjaður að fullu og verður í sumar hafist handa við fyrstu hæðina. Áætlað er að verja 50 milljónum króna til verksins að meðtöldum hönnunarkostnaði.

Kennslustofur stækka

Lagnakerfi skólans var endurhannað en meðal annarra breytinga má nefna að kennslustofur stækka og þeim fækkar. Eftir breytinguna verða 18 almennar kennslustofur í skólanum en auk þeirra verða tvær sérhannaðar tölvustofur innréttaðar og ný heimilisfræðistofa útbúin til viðbótar öðrum sérgreinastofum. Salerni verða einnig endurnýjuð ásamt anddyri og útidyrum. Loft- og gólfefni verða færð til samræmis við nýrri bygginguna auk þess sem lýsing og hljóðvist verða lagfærð svo fátt eitt sé nefnt.

Áætlað er að viðhaldsáfanganum verði lokið árið 2008 en þá má heita að búið verði að endurnýja skólann í hólf og gólf fyrir hátt í 200 milljónir. Framkvæmdatími hvers árs er eðli málsins mjög takmarkaður en sem dæmi má nefna að unnt verður að hefjast handa þann 8. júní í sumar og þarf að vera búið að ljúka framkvæmdum fyrir 17. ágúst þegar starfsmenn snúa til baka eftir sumarleyfi.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?