Reykjavíkurmeistari í hástökki
Í mars s.l. var Reykjavíkurmótið í frjálsum íþróttum haldið í Egilshöll.
Þar keppti María Haraldsdóttir ÍR meðal annars í hástökki. Hún stökk 115 sm og náði þeim frábæra árangri að verða Reykjavíkurmeistari í sínum aldursflokki (11 ára). María er í 5.D í Mýrarhúsaskóla.
Sigursælir nemendur Mýró
Nemendur Mýrarhúsaskóla voru sigursælir í vetrarmyndasamkeppni Menntagáttar. Að þessu sinni eru þrír verðlaunahafar af tuttugu úr skólanum. Þetta eru Pjetur Stefánsson 4.C og Pétur Theódór Árnason 4.C og Hildur Rún Arnardóttir 6.C.
Þess má geta að Menntagátt efndi til jólakortasamkeppni í des. s.l. og þá áttum við fjóra verðlaunahafa af tuttugu og komu tveir þeirra líka úr 4.C . Smelltu hér til þess að skoða verðlaunamyndirnar.