Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi hefur að undanförnu unnið að gerð "eilífðardagatals" en það er dagatal sem hægt er að nota ár eftir ár þar sem vikudagarnir eru ekki settir inn á það og var þar dreift inn á hvert hús á Seltjarnarnesi
Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi hefur að undanförnu unnið að gerð "eilífðardagatals" en það er dagatal sem hægt er að nota ár eftir ár þar sem vikudagarnir eru ekki settir inn á það.
Deildin fékk börn í 3. A. í Mýrarhúsaskóla til liðs við sig og teiknuðu þau myndir sem tengjast umferðaröryggi og prýða þær dagatalið.
Á dögunum gengu svo slysavarnakonur í öll hús á Seltjarnarnesi og gáfu eitt dagatal inn á hvert heimili.