18.04.2005
Drengir í 6. flokk Gróttu Íslandsmeistarar í handbolta
Drengirnir í 6. flokki Gróttu voru sigursælir í þriðju og síðustu leikjahrinu Íslandsmóts 6. flokks karla og kvenna sem haldið var í Vestmannaeyjum helgina 8.-10. apríl sl. Þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í A., B. og C. liðum og komu heim með 4 bikara. Þrjá fyrir áðurnefnda titla og B liðið fékk þann fjórða fyrir að vinna deildarmeistaratitilinn.
15.04.2005
Niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneysla ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar
Á fundi með foreldrafélagi Valhúsaskóla þann 12. apríl sl. voru kynntar niðurstöður á rannsókn sem Rannsókn og Greining gerði um vímuefnaneyslu nemenda í 9. og 10. bekk s.l. vor.
13.04.2005
Framkvæmdum umhverfis Nesstofu miðar ágætlega
Framkvæmdir á lóðinni umhverfis Nesstofu hófust skömmu fyrir páska eins og áætlað var en þær er liður í samningi Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafnsins um gagngera endurnýjun á þessu sögufræga húsi.
12.04.2005
Hugmyndir um nám og kennslu 5 ára barna á Seltjarnarnesi
Starfshópur sem skipaður var til að skoða nám og kennslu 5 og 6 ára barna á Seltjarnarnesi lýkur senn störfum. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá leik- og grunnskólum ásamt fulltrúa frá foreldrum.
08.04.2005
Sparkvöllur fyrir börn við Lindarbraut í grenndarkynningu
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar í byrjun árs var tekin fyrir staðsetning sparkvallar með gervigrasi. Nefndin tók jákvætt í staðsetningu sparkvallarins á svæðinu á horni Lindarbrautar og Hofgarða og fól byggingarfulltrúa setja staðsetninguna í grenndarkynningu meðal íbúa í nágrenni vallarins.
31.03.2005
Ferðatorg í fjórða sinn
Ferðatorg verður haldið í Smáralind um næstu helgi. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálasamtök landsins standa fyrir allsherjar kynningu á því sem á boðstólnum er í ferðaþjónustu á Íslandi. Seltjarnarnesbær á eins og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu aðild að Ferðamálsamtökum höfuðborgarsvæðisins.
30.03.2005
Foreldrar ánægðir með skólann
Fyrir skömmu var gerð könnun á viðhorfum foreldra til skólastarfs Grunnskóla Seltjarnarness. Könnunin var eins og áður gerð á rafrænu formi í tengslum við foreldradag. Kannanir sem þessar eru liður í sjálfsmati skólans og er markvisst unnið með niðurstöður þeirra.
23.03.2005
Góð frammistaða Gróttu stúlkna á Íslandsmótum í fimleikum
Íslandsmót í áhaldafimleikum var haldið helgina 18.-19. mars sl. Af 16 keppendum á mótinu voru 7 stúlkur frá Gróttu. Sif Pálsdóttir og Harpa Snædís Haukstdóttir lentu í öðru og þriðja sæti í fjölþraut í frjálsum æfingum kvenna
22.03.2005
Gert ráð fyrir miklum framkvæmdum við Íþróttamiðstöð og skóla í langtímafjárhagsáætlun
Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fram til ársins 2008 var samþykkt við seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í byrjun mánaðarins. Áætlunin undirstrikar það mat óháðra aðila að fjárhagsstaða bæjarsjóðs sé traust. Rekstur bæjarsjóðs Seltjarnarness hefur farið batnandi milli ára sem er nær einsdæmi á meðal sveitarfélaga og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram samkvæmt áætluninni.
16.03.2005
Fjárhagur Seltjarnarnesbæjar styrkur
Grant Thornton endurskoðun skilaði á dögunum greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2003 og er þetta í þriðja sinn sem slík greinargerð kemur frá fyrirtækinu.
16.03.2005
Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2004 eru Páll Þórólfsson og Harpa Snædís Hauksdóttir.
Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 24. febrúar sl. að viðstöddu fjölmenni. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS).