Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Stórátak í endurbótum við Mýrahúsaskóla
28.04.2005

Stórátak í endurbótum við Mýrahúsaskóla

Í sumar verður haldið áfram við gagngerar endurbætur við Mýrarhúsaskóla. Á síðasta ári var lokið við að utanhússviðhald og að auki tekið í notkun fullkomið nemendamötuneyti. Á næstu þremur árum verður eldri hluti skólans endurnýjaður að fullu og verður í sumar hafist handa við fyrstu hæðina.
Vel heppnaður Gróttudagur
26.04.2005

Vel heppnaður Gróttudagur

Í tilefni af degi umhverfisins stóð Skólaskrifstofa Seltjarnarness fyrir fjölskyldudegi í Gróttu sunnudaginn 24. apríl sl. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína út í eyjuna, naut veðurblíðunnar og náttúrufegurðarinnar, rannsakaði lífríkið og fór upp í vitann.
26.04.2005

Af vef Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóli

María Haraldsdóttir í 5.D er Reykjavíkurmeistari í hástökki og nemendur Mýrarhúsaskóla urðu sigursælir í vetrarmyndasamkeppni Menntagáttar
Seltirningar mjög áhugsamir um ljósleiðarann
26.04.2005

Seltirningar mjög áhugsamir um ljósleiðarann

Framkvæmdir við ljósleiðaraverkefni ganga að mestu samkvæmt áætlun. Fyrir nokkru gerði Gallup viðhorfskönnun meðal Seltirninga en niðurstöður hennar verða nýttar við gerð endanlegrar verkáætlunar. Inngangstexti
22.04.2005

Samstarfssamningur undirritaður um sameiginlega kynningu höfuðborgarsvæðisins.

Samstarfssamningur undirritaðum um sameiginlega kynningu á höfuðborgarsvæðinu Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í gær, sumardaginn fyrsta, samstarfssamning um að vinna sameiginlega að upplýsingamiðlun, kynningu á viðburðum tengdum ferðaþjónustu og markaðssetningu höfuðborgarsvæðisins.
Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi gefur dagatal í öll hús á Nesinu
20.04.2005

Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi gefur dagatal í öll hús á Nesinu

Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi hefur að undanförnu unnið að gerð "eilífðardagatals" en það er dagatal sem hægt er að nota ár eftir ár þar sem vikudagarnir eru ekki settir inn á það og var þar dreift inn á hvert hús á Seltjarnarnesi
Drengir í 6. flokk Gróttu Íslandsmeistarar í handbolta
18.04.2005

Drengir í 6. flokk Gróttu Íslandsmeistarar í handbolta

Drengirnir í 6. flokki Gróttu voru sigursælir í þriðju og síðustu leikjahrinu Íslandsmóts 6. flokks karla og kvenna sem haldið var í Vestmannaeyjum helgina 8.-10. apríl sl. Þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í A., B. og C. liðum og komu heim með 4 bikara. Þrjá fyrir áðurnefnda titla og B liðið fékk þann fjórða fyrir að vinna deildarmeistaratitilinn.
Niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneysla ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar
15.04.2005

Niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneysla ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar

Á fundi með foreldrafélagi Valhúsaskóla þann 12. apríl sl. voru kynntar niðurstöður á rannsókn sem Rannsókn og Greining gerði um vímuefnaneyslu nemenda í 9. og 10. bekk s.l. vor.
Framkvæmdum umhverfis Nesstofu miðar ágætlega
13.04.2005

Framkvæmdum umhverfis Nesstofu miðar ágætlega

Framkvæmdir á lóðinni umhverfis Nesstofu hófust skömmu fyrir páska eins og áætlað var en þær er liður í samningi Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafnsins um gagngera endurnýjun á þessu sögufræga húsi.
Hugmyndir um nám og kennslu 5 ára barna á Seltjarnarnesi
12.04.2005

Hugmyndir um nám og kennslu 5 ára barna á Seltjarnarnesi

Starfshópur sem skipaður var til að skoða nám og kennslu 5 og 6 ára barna á Seltjarnarnesi lýkur senn störfum. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá leik- og grunnskólum ásamt fulltrúa frá foreldrum.
08.04.2005

Sparkvöllur fyrir börn við Lindarbraut í grenndarkynningu

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar í byrjun árs var tekin fyrir staðsetning sparkvallar með gervigrasi. Nefndin tók jákvætt í staðsetningu sparkvallarins á svæðinu á horni Lindarbrautar og Hofgarða og fól byggingarfulltrúa setja staðsetninguna í grenndarkynningu meðal íbúa í nágrenni vallarins.
Ferðatorg í fjórða sinn
31.03.2005

Ferðatorg í fjórða sinn

Ferðatorg verður haldið í Smáralind um næstu helgi. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálasamtök landsins standa fyrir allsherjar kynningu á því sem á boðstólnum er í ferðaþjónustu á Íslandi. Seltjarnarnesbær á eins og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu aðild að Ferðamálsamtökum höfuðborgarsvæðisins.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?