25.07.2005
Auglýst eftir aðilum til að koma að rekstri líkamsræktarstöðvar
Nýlega auglýsti Seltjarnarnesbær eftir samstarfsaðila er áhuga hefði á að sjá um og reka líkamsræktarstöð í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness en bygging líkamsræktarstöðvar er hluti af endurbótum á sundlaugar- og íþróttamannvirkjum bæjarins.
25.07.2005
66% vilja öryggismyndavélar við bæjarmörkin
Í kjölfar skýrslu starfshóps um öryggismál sem skipaður var af bæjarstjórn varð nokkur umræða um öryggismyndavélar sem forvarnartæki.
21.07.2005
Framkvæmdir við lagningu ljósleiðara að komast á skrið.
Fjölmörg heimili á Seltjarnarnesi hafa verið heimsótt af starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur undanfarið sem hafa unnið að því að kortleggja aðstæður til að unnt sé að leggja lokahönd á hönnun verksins.
21.07.2005
Sexhundruð íbúðir tengdar á næstunni
Verklegar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi hófust eins og kunnugt er í vor þegar hafist var handa við að tengja fjölbýlishúsin við Austurströnd og Eiðistorg. Fyrir nokkru hófust síðan tilraunir við að bora undir gangstéttir við Sefgarða, Nesbala og Valhúsabraut.
18.07.2005
Líf og fjör hjá unglingum vinnuskóla Seltjarnarness
Þessa dagana eru unglingar vinnuskólans á fullu að fegra umhverfi bæjarbúa, hreinsa til í beðum, gróðursetja, slá og mála.
11.07.2005
Brúðusýning framlengd
Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja brúðusýningu Rúnu Gísladóttur í Bókasafni Seltjarnarness til 15. júlí 2005.
27.06.2005
Fjölmenni í Jónsmessugöngu
Fimmtudaginn 23. júní efndi menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar til léttrar Jónsmessugöngu. Að þessu sinni tóku tæplega tvöhundurð manns þátt í göngunni sem hófst á Valhúsahæð og lauk með fjörubáli.
27.06.2005
Samið við ÍSTAK um framkvæmdir við íþróttamiðstöð
Á dögunum var undirritaður samningur við ÍSTAK um verulegar endurbætur á íþróttamiðstöð og Sundlaug Seltjarnarness.
25.06.2005
Nýjustu tölur úr kosningu um deiliskipulag
Klukkan 22:00 var búið að telja 1.203 atkvæði í íbúakosningu um tillögur H og S vegna deiliskipulags Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. H-tillaga hefur hlotið 511 atkvæði og S tillaga 678. Reiknað er með að talningu verði lokið fyrir miðnætti.
25.06.2005
Úrslit úr íbúakosningu um deiliskipulag
Talningu atkvæða í íbúakosningu vegna deiliskipulags Hrólfsskálamels og Suðurstrandar lauk laust fyrir klukkan 23:00. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði eða 52,05%. H-tillaga fékk 768 atkvæði eða 44,85% af gildum atkvæðum. S-tillaga fékk 944 atkvæði eða 55,15% af gildum atkvæðum. Auðir seðlar og ógildir voru 15.