Fara í efni

Samstarfssamningur undirritaður um sameiginlega kynningu höfuðborgarsvæðisins.

Samstarfssamningur undirritaðum um sameiginlega kynningu á höfuðborgarsvæðinu Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í gær, sumardaginn fyrsta, samstarfssamning um að vinna sameiginlega að upplýsingamiðlun, kynningu á viðburðum tengdum ferðaþjónustu og markaðssetningu höfuðborgarsvæðisins.

Samstarfssamningur undirritaðum um sameiginlega kynningu á höfuðborgarsvæðinu Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í gær, sumardaginn fyrsta, samstarfssamning um að vinna sameiginlega að upplýsingamiðlun, kynningu á viðburðum tengdum ferðaþjónustu og markaðssetningu höfuðborgarsvæðisins. Samningurinn felur í sér að sveitarfélögin leggja til mishá framlög til reksturs verkefnisins, frá 200.000 til 3,5 milljóna króna, til næstu tveggja ára en verkefninu er stýrt frá Höfuðborgarstofu.

SumarmyndMarkmið samstarfsins er að skapa heildstæða mynd af höfuðborgarsvæðinu fyrir ferðamenn sem hingað koma og ná enn betri árangri í ferðaþjónustu. Svæðið verður kynnt sem „Reykjavík capital area“ eða höfuðborgarsvæði undir slagorðinu „Pure energy“ (hrein orka).

Hægt verður að nálgast upplýsingar um ferðatengda þjónustu allra sveitarfélaganna í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík en þangað leita um 200.000 manns árlega. Höfuðborgarstofa sem rekur miðstöðina mun sjá um að viðhalda samskiptum og miðlun upplýsinga frá sveitarfélögunum og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin sem um ræðir eru: Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Álftanes.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?