Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Handverksýning eldri bæjarbúa á Nesinu vel sótt
20.05.2005

Handverksýning eldri bæjarbúa á Nesinu vel sótt

Handverksýning eldri bæjarbúa á Nesinu var haldin á degi aldraðra 5. maí s.l. Þar var afrakstur vetrarstarfsins sýndur og var sýningin glæsileg að vanda.
Hugmyndir um nám og kennslu 5 ára barna á Seltjarnarnesi
13.05.2005

Hugmyndir um nám og kennslu 5 ára barna á Seltjarnarnesi

Starfshópur sem skipaður var til að skoða nám og kennslu 5 og 6 ára barna á Seltjarnarnesi lýkur senn störfum. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá leik- og grunnskólum ásamt fulltrúa frá foreldrum.
Íþróttahátíð leikskólabarnanna á Seltjarnarnesi
13.05.2005

Íþróttahátíð leikskólabarnanna á Seltjarnarnesi

Föstudaginn 13. maí var hin árlega íþróttahátíð leikskólabarnanna haldin í Íþróttahúsi Seltjarnarness. Börnunum er skipt í aldurshópa og fara yngstu hóparnir frá báðum leikskólunum fyrst og síðan þau eldri koll af kolli.
Danir styrkja framkvæmdir við Nesstofu
11.05.2005

Danir styrkja framkvæmdir við Nesstofu

Danski styrktarsjóðurinn Augustinus Fonden veitti á dögunum myndarlegan styrk til endurbóta á Nesstofu. Um er að ræða 2.000.000 danskra króna eða um 22 milljónir íslenskra króna. Styrkurinn bætist við framlag Seltjarnarnesbæjar og stuðning menntamálaráðuneytisins gerir það að verkum að unnt verður að standa myndarlega að verkefninu.
Leiklistarfélag Seltjarnarness sýnir „Blessað barnalán“
11.05.2005

Leiklistarfélag Seltjarnarness sýnir „Blessað barnalán“

Leiklistarfélag Seltjarnarness setti upp leikritið „Blessað barnalán“ eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar nú á vordögum.
06.05.2005

85% íbúa segja þjónustu bæjarins góða

Stór meirihluti Seltirninga er ánægður með þjónustu bæjarins samkvæmt ítarlegri viðhorfakönnun sem gerð var af Gallup fyrir skemstu. Af aðspurðum telja rúmlega 85% þjónustu bæjarins á heildina litið vera góða. Athygli vekur að einungis tæp 3% telja hana slæma en 12% segja þjónustuna hvorki góða né slæma.
Umferðardagar
06.05.2005

Umferðardagar

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um öryggi í umferðinni í Grunnskóla Seltjarnarness dagana 4. og 6. maí. Kennarar munu leggja aukna áherslu á að ræða við nemendur um hættur í umferðinni og notkun hjálma ásamt því að vinna verkefni tengd umferðinni.
Uppskeruhátíð í Mánabrekku.
03.05.2005

Uppskeruhátíð í Mánabrekku.

Föstudaginn 29. apríl sl. var haldin mikil uppskeruhátíð í leikskólanum Mánabrekku. sýnd voru verk barnanna sem þau hafa unnið í vetur. Allir veggir voru þakktir listaverkum og auðséð að mikil sköpun er í gangi í leikskólanum.
Hreinsunardagur á Seltjarnarnesi
03.05.2005

Hreinsunardagur á Seltjarnarnesi

Hreinsunardagur á Seltjarnarnesi verður næstkomandi laugardag. Undirbúningur fyrir hreinsunardaginn er í fullum gangi.
Seltjarnarnesbær stuðlar að öryggi ungmenna í vinnuskólanum
02.05.2005

Seltjarnarnesbær stuðlar að öryggi ungmenna í vinnuskólanum

Í sumar verður tekið upp áhættumat í vinnuskóla Seltjarnarnesbæjar en samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga er ætlast til að atvinnurekandi framkvæmi slíkt mat.
Danssýning nemenda í Mýrarhúsaskóla
29.04.2005

Danssýning nemenda í Mýrarhúsaskóla

Í Mýrarhúsaskóla er danskennsla fastur liður á stundaskrá nemenda í 2.-6. bekk. Dagana 25. 26. og 27. apríl voru nemendasýningar í Íþróttahúsi Seltjarnarness. Fjöldi foreldra mætti til að horfa á börnin dansa undir dyggri stjórn danskennarans Heiðars Ástvaldssonar.
29.04.2005

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar samþykktur

Rekstur Seltjarnarnesbæjar gekk vel á síðastliðnu ári. Ársreikningurinn var samþykktur við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar en samkvæmt honum var niðurstaðan sú að rekstur sveitarfélagsins var jákvæður um 114 milljónir króna.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?