07.09.2005
Ánægja með endurbætur á Mýrarhúsaskóla
Í sumar var fyrsta hæð Mýrarhúsaskóla algerlega endurnýjuð en á næstu þremur árum verður eldri hluti skólans endurnýjaður að fullu og er áætlað er að verja 50 milljónum króna til verksins að meðtöldum
06.09.2005
Skólabyrjun á Seltjarnarnesi
Starfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla - Valhúsaskóla mætti til starfa að loknu sumarleyfi 15. ágúst sl. Starfsdagana notuðu kennarar m.a. til að undirbúa vetrarstarfið og sækja námskeið.
05.09.2005
Ungir vergfarendur
Þessa dagana eru margir ungir vegfarendur á leið til og frá skóla. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi vilja að þeir búi við eins mikið öryggi í umferðinni og kostur er. Öryggi barnanna er þó fyrst og fremst á herðum foreldra og þess vegna er rétt að þeir kenni barni sínu hvaða leið er öruggust til og frá skóla.
02.09.2005
Björgunarsveitin Ársæll fær rausnarlega peningagjöf frá Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi og Lionsklúbbnum Frey.
Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi færði ásamt Lionsklúbbnum Freyr Björgunarsveitinni Ársæli rausnarlega peningagjöf í tilefni 2ja nýrra slöngubáta björgunarsveitarinnar.
01.09.2005
Bæjarfáninn blaktir á hæsta tindi landsins
Síðustu helgina í ágúst gekk hópur fjallgöngumanna frá Seltjarnarnesbæ, Orkuveitu Reykjavíkur og ráðgjafafyrirtækinu Accenture á Hvannadalshnjúk. Í hópnum voru aðilar sem vinna að hönnun og lagningu ljósleiðarkerfisins á Seltjarnarnesi.
31.08.2005
Allir kennarar við Grunnskóla Seltjarnarness fá fartölvu
Bæjarstjóri undirritaði á dögunum samning Seltjarnarnesbæjar við Tölvulistann um kaup á 73 Acer ferðatölvum til afnota fyrir kennara og stjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.
24.08.2005
Lagning ljósleiðara hafin
Verktaki á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hefur nú hafist handa við að leggja ljósleiðara inn á fyrstu heimilin á Seltjarnarnesi en verkefnið hafði áður tafist vegna þess að þau tilboð sem OR bárust í lagningu ljósleiðarans voru hærri en reiknað hafði verið með.
16.08.2005
Fjör á Seltjarnarnesi í sumar
Survivor- og leikjanámskeið Seltjarnarnesbæjar 2005 er nú lokið og hefur mikið líf og fjör einkennt andann á þeim fjórum námskeiðum sem haldin voru í júní og júlí í sumar.
10.08.2005
Fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör
Umhverfisnefnd Seltjarnarness samþykkti s.l. sumar tillögu meirihlutans um að bátavörin við Bygggarða verði endurgerð. Eitt fyrsta skrefið í verkefninu var að rannsaka svæðið með tilliti til fornminja.
02.08.2005
Umhverfisviðurkenningar 2005
Umhverfisnefnd Seltjarnarness afhenti föstudaginn 29. júlí umhverfisviðurkenningar ársins 2005 við hátíðlega athöfn í Fræðasetrinu í Gróttu.
27.07.2005
Nýtt leiðakerfi Strætó
Fyrsta samræmda leiðakerfi almenningssamgangna fyrir allt höfuðborgarsvæðið var tekið í notkun um liðna helgi. Leiðarkerfi Strætó var formlega tekið í notkun af borgarstjóra og bæjarstjórum aðildarsveitarfélaga Strætó bs. Markmiðið er að efla almenningssamgöngur þannig að þær verði raunhæfur valkostur og fleiri taki strætó. Gjaldskrá Strætó breytist ekki vegna leiðakerfisins en hún hefur verið óbreytt frá 2003.
25.07.2005
Innbrotum fækkar í kjölfar átaksverkefnis bæjarstjórnar
Undanfarið hefur dregið verulega úr innbrotum á Seltjarnarnesi hvort sem litið er til fyrri ára eða hverfa í Reykjavík. Við vinnslu skýrslu um öryggismál á Seltjarnarnesi sem starfshópur sem skipaður var af bæjarstjórn skilaði af sér í vor var lögð áhersla á auknar forvarnir meðal annars með samstarfi við lögreglu og aðra slíka aðila.