Fara í efni

Vel heppnaður Gróttudagur

Í tilefni af degi umhverfisins stóð Skólaskrifstofa Seltjarnarness fyrir fjölskyldudegi í Gróttu sunnudaginn 24. apríl sl. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína út í eyjuna, naut veðurblíðunnar og náttúrufegurðarinnar, rannsakaði lífríkið og fór upp í vitann.

Í tilefni af degi umhverfisins stóð Skólaskrifstofa Seltjarnarness fyrir fjölskyldudegi í Gróttu sunnudaginn 24. apríl sl.

Gróttudagur 2005

Mikill fjöldi gesta lagði leið sína út í eyjuna, naut veðurblíðunnar og náttúrufegurðarinnar, rannsakaði lífríkið og fór upp í vitann.

Gróttudagur 2005Nemendur í félagsmálafræði í Valhúsaskóla buðu upp á hljóðfæraleik og kaffi og vöfflur til sölu í Fræðasetrinu. Unglingar höfðu í nógu að snúast, góður rómur var gerður að veitingum og sölumenn ánægðir með afraksturinn, sem verður notaður til að fara í ferðalag.

Tvær myndir, sem auðvelda gestum að glöggva sig á örnefnum og kennileitum til allra átta voru Gróttudagur 2005ennfremur vígðar. Myndirnar, sem eru eftir Árna Tryggvason, ná annars vegar frá Snæfellsjökli að Henglinum og hins vegar frá Vífilsfelli til Miðnesheiðar.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?