Fara í efni

Dagvistarrýmum aldraðra fjölgað um helming

Að ósk bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur heilbrigðisráðuneytið fallist á aðheimila fjölgun dagvistarrýma fyrir aldraðra frá og með 1. september síðastliðnum.

Eldri borgararAð ósk bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur heilbrigðisráðuneytið fallist á aðheimila fjölgun dagvistarrýma fyrir aldraðra frá og með 1. september síðastliðnum. Dagvist fyrir aldraða á Seltjarnarnesi tók fyrst til starfa í byrjun árs 2005 og fólst í henni mikil þjónustuaukning fyrir eldri borgara á Seltjarnarnesi. Í upphafi veitti heilbrigðisráðuneytið leyfi fyrir fimm plássum en fljótlega varð ljóst að þörfin var meiri. Fjölgun plássa í níu sem nú hefur fengist heimild fyrir er því kærkomin og var eitt af stefnumálum meirihlutans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Dagvist aldraðra hefur það hlutverk að bjóða eldri borgurum á Seltjarnarnesi þjónustu sem miðar að því að þeir geti sem lengst búið á eigin heimili. Í boði er meðal annars tómstundaiðja, aðstaða til léttra líkamsæfinga, hvíldaraðstaða, böðun, fæði og akstur til og frá dagvist. Starfsemin felur í sér félagslegan stuðning eftir aðstæðum hvers og eins. Dagvistin er því mikil þjónustuaukning fyrir aldraða á Seltjarnarnesi sem hingað til hafa þurft að sækja þjónustuna vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?