Fara í efni

Forvarnardagur í grunnskólum

Á morgun, fimmtudaginn 28. september verður sérstakur forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins sem hafa unglingadeildir. Opnuð hefur verið heimasíða í tilefni átaksins, www.forvarnardagur.is, en þar má finna allar upplýsingar um dagskrá átaksins, ráðstefnu sem haldin verður í tengslum við hana, dagskrá í 9. bekkjum grunnskólanna á og ýmislegt fleira gagnlegt.

Unglingar í SelinuÁ morgun, fimmtudaginn 28. september verður sérstakur forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins sem hafa unglingadeildir. Opnuð hefur verið heimasíða í tilefni átaksins, www.forvarnardagur.is, en þar má finna allar upplýsingar um dagskrá átaksins, ráðstefnu sem haldin verður í tengslum við hana, dagskrá í 9. bekkjum grunnskólanna á og ýmislegt fleira gagnlegt. Send verða heilræði inn á öll heimili landsins sem forðað geta börnum frá því að ánetjast fíkniefnum séu þau haldin í heiðri, sérstakur Kastljósþáttur verður helgaður verkefninu og ýmislegt fleira verður á döfinni til þess að vekja athygli á mikilvægi forvarna í þessu skyni.

Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðs- og tómstundastarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt.

Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?