Fara í efni

Meiri stærðfræði fyrir grunnskólabörn á Seltjarnarnesi

Í haust var kennslustundum í stærðfræði í yngri deildum Grunnskóla Seltjarnarness fjölgað frá því sem áður hefur verið. Um er að ræða viðbótarstundir sem bætast ofan á viðmiðunarstundarskrá og lengja þar með skóladag nemenda.

Grunnskólabörn í stærðfræðiÍ haust var kennslustundum í stærðfræði í yngri deildum Grunnskóla Seltjarnarness fjölgað frá því sem áður hefur verið. Um er að ræða viðbótarstundir sem bætast ofan á viðmiðunarstundarskrá og lengja þar með skóladag nemenda.

Mikil umræða hefur verið undanfarin ár um stöðu stærðfræðinnar í skólanámi og mikilvægi hennar fyrir alla nemendur. Með fjölgun kennslustunda í greininni skapast aukið svigrúm til fjölbreyttari kennslu og meiri tími fæst fyrir þjálfun.

Markmiðið með þessari breytingu er að veita nemendum betri þjónustu og gera kennurum kleift að sníða kennsluna að þörfum og getu hvers nemanda.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?