Fara í efni

Krakkar úr kvikmyndaklubbi Selsins sigursæl í myndbandakeppni Vinnueftirlits ríkisins

Hluti af kvikmyndaklúbb Selsins, þau Þórunn Guðjónsdóttir, Sæmundur Rögnvaldsson, Sunna María Helgadóttir, Anna Bergljót Gunnarsdóttir og Ingólfur Arason unnu til 1. verðlauna í myndbandasamkeppni Vinnueftirlits Ríkisins.

Sigur í keppni Vinnueftirlits Ríkisins

Hluti af kvikmyndaklúbb Selsins, þau Þórunn Guðjónsdóttir, Sæmundur Rögnvaldsson, Sunna María Helgadóttir, Anna Bergljót Gunnarsdóttir og Ingólfur Arason unnu til 1. verðlauna í myndbandasamkeppni Vinnueftirlits Ríkisins.

Myndbandið þeirra fjallar um öryggi á vinnustað og vinnuvernd. Myndbandið vakti mikla athygli fyrir frumleika og fagleg vinnubrögð. Mjög skemmtilegt en fræðandi um leið.

Starfsfólk Selsins óskar unglingunum okkar til hamingju með þennan árangur.

Keppni þessi var fyrir fólk yngra en 20 ára og haldin á landsvísu.  Markmið keppninnar var að veita ungu fólki tækifæri til að koma skilaboðum og hugmyndum sínum á framfæri um hvaða þættir stuðla að öryggi, heilbrigði og vellíðan í vinnu.

 




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?