Fara í efni

Ljósin slökkt á Seltjarnarnesi í kvöld klukkan 22:00 til 22.30

Öll götuljós á Seltjarnarnesi og nágrannasveitarfélögum verða slökkt frá kl. 22:00 – 22:30 í kvöldi í tilefni af opnun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Myrkvunin verðum um allt Faxaflóasvæðið, allt frá Borgarnesi til Reykjanesbæjar.

Öll götuljós á Seltjarnarnesi og nágrannasveitarfélögum verða slökkt frá klukkan 22:00 til 22:30 í kvöldi í tilefni af opnun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Myrkvunin verðum um allt Faxaflóasvæðið, allt frá Borgarnesi til Reykjanesbæjar. Rafmang verður ekki tekið af íbúðarhúsnæði og myrkvunin hefur engin áhrif á öryggiskerfi og umferðarljós.

Við myrkvunina skapast einstakt tækifæri til stjörnuskoðunar. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur lýsir himninum í beinni útsendingu á Rás 2 í kvöld. Einnig er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar og fróðleik um himintunglin á Stjörnufræðivefnum.

Karlsvanginn og Pólstjarnan

Mynd fengin af Stjörnufræðivefnum.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?