Fara í efni

Tveir vilja gera landfyllingar við Seltjarnarnes

Tvö fyrirtæki, Klasi hf. og Þyrping hf., hafa sent erindi til Seltjarnarnesbæjar þar sem viðraðar eru hugmyndir um landfyllingar við Seltjarnarnes. Klasi hf. sendi í sumar erindi til bæjarins um landfyllingu við sunnanvert Seltjarnarnes.

Tvö fyrirtæki, Klasi hf. og Þyrping hf., hafa sent erindi til Seltjarnarnesbæjar þar sem viðraðar eru hugmyndir um landfyllingar við Seltjarnarnes.

Seltjarnarnes

Klasi hf. sendi í sumar erindi til bæjarins um landfyllingu við sunnanvert Seltjarnarnes. Félagið hefur fengið Arkitektastofuna arkitektar.is til að vinna tillögu að slíkri landfyllingu með skipulagi fyrir íbúða- og þjónustubyggð. Félagið segir að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi sé mikil og ljóst sé að bæjarfélagið hafi ekki marga kosti hvað varðar byggingu íbúðarhúsnæði.

Þyrping hf. sendi einnig í sumar inn tillögu þess efnis að heimiluð verði landfylling norðaustan við gatnamót Norðurstrandar, Suðurstrandar og Eiðsgranda. Tillagan gerir ráð fyrir því að landfyllingin verði rúmir tveir hektarar eða um 22.400 m2 og grunnflötur verslana um 6.550 m2. Gert er ráð fyrir verslunarhúsnæði, útivistarstígum, „bryggju“ og opnum svæðum á fyllingunni.

Tillögurnar eru til umfjöllunar hjá skipulags- og mannvirkjanefnd.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?