Fara í efni

Samstarfsverkefni Seltjarnarneskirkju og bæjarfélagsins í undirbúningi

Seltjarnarneskirkja er með í undirbúningi verkefni er nefnist „Kærleikur í verki“ en Seltjarnarnesbær mun styðja við verkefnið fjárhagslega. Ætlunin er að fá unga sjálfboðaliða til að heimsækja eldri borgara á Seltjarnarnesi og á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.

SeltjarnarneskirkjaSeltjarnarneskirkja er með í undirbúningi verkefni er nefnist „Kærleikur í verki“ en Seltjarnarnesbær mun styðja við verkefnið fjárhagslega. Ætlunin er að fá unga sjálfboðaliða til að heimsækja eldri borgara á Seltjarnarnesi og á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.

Í samverustundunum er ætlunin að taka í spil, fara út að ganga, spjalla, fara í bíó eða á kaffihús svo eitthvað sé nefnt. Verkefnið mun stuðla að auknum samvistum mismunandi kynslóða og veita öllum sem taka þátt í því afþreyingu.

Umsjónarmaður verkefnisins er Sr. Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju og veitir hún nánari upplýsingar í síma 8652105. Einnig er hægt að senda henni tölvupóst á arna@seltjarnarneskirkja.is.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?