Fara í efni

Tómstundastyrkir fyrir öll 6-18 ára börn á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt samhljóða að öll 6-18 ára börn eigi árlega rétt á tómstundarstyrk sem barnið eða forsjáraðilar þess geta varið til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- , æskulýðs- og tómstundastarfi.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt samhljóða að öll 6-18 ára börn eigi árlega rétt á tómstundarstyrk sem barnið eða forsjáraðilar þess geta varið til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- , æskulýðs- og tómstundastarfi.

Börn í fótboltaHvata- og tómstundastyrkir voru meðal helstu stefnumiða meirihlutans fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar en með þeim er stuðlað að valfrelsi, jafnrétti og fjölbreytni á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Upphæðin verður 25 þúsund krónur á barn á ári frá og með 1. september 2007. Miðað við samþykkt bæjarstjórnar verður Seltjarnarnes það sveitarfélag á landinu sem hæstu tómstundastyrkina greiði og til breiðasta aldurshópsins.

Markmið samþykktarinnar er sem áður segir að auka valfrelsi á meðal barna og ungmenna en einnig að auka þátttöku í skipulögðu íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi. Með því að úthluta hverju barni tómstundastyrkjum til að niðurgreiða kostnað við íþróttir eða tómstundir er verið að lækka bein útgjöld fjölskyldna vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Um leið geta fleiri börn valið sér íþrótt eða æskulýðsstarf eingöngu út frá eigin áhuga og getu. Einnig verður til hvati fyrir þau börn sem ekki hafa tekið þátt í slíku starfi að nýta tómstundastyrkina sína með því að taka þátt. Til lengri tíma litið má því gera ráð fyrir að þátttaka aukist.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?