Fara í efni

Seltjarnarnes í fararbroddi í notkun rafrænna skilríkja

Undanfarin ár hefur fjármálaráðuneytið verið tilraunaverkefni um rafræn skilríki í gangi. Nú þegar eru slík skilríki meðal annars þegar notuð við skil á tollskýrslum, skattskýrslum endurskoðenda og við undirritun nýrra vegabréfa.

Undanfarin ár hefur fjármálaráðuneytið verið tilraunaverkefni um rafræn skilríki í gangi. Nú þegar eru slík skilríki meðal annars þegar notuð við skil á tollskýrslum, skattskýrslum endurskoðenda og við undirritun nýrra vegabréfa. Ráðuneytið og Auðkenni sem er fyrirtæki í eigu bankanna eru í samstarfi um innleiðingu slíkra skilríkja og er reiknað með að frá og með næsta hausti verði gegni greiðslukort landsmanna hlutverki rafrænna skilríkja. Rafræn skilríki leika lykilhlutverk í því að auka öryggi þeirra sem notfæra sér Netið en þau eru nokkurs konar vegabréf í netheimum og leið til rafrænnar undirskriftar.

Notendur Rafræns Seltjarnarness geta nú þegar notað rafræn skilríki við innskráningu á þjónustusíðurnar en Seltjarnarnes ásamt Reykjavík, Ríkisskattstjóra og Neytendastofu eru enn sem komið er einu aðilarnir sem bjóða upp á þessa þjónustu. Þess má geta að rafræn skilríki hlutu verðlaun sem athyglisverðasta vara og þjónusta á sýningunni Tækni og vit 2007 sem haldin var á dögunum. Nánari upplýsingar má fá á www.skilriki.is.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?