Fara í efni

SAMAN hópurinn fær Íslensku lýðheilsuverðlaunin

Í dag veitti Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, SAMAN hópnum Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra. Seltjarnarnesbær er aðili að SAMAN hópnum.

Í dag veitti Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, SAMAN hópnum Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra.

SAMAN hópurinn er samstarfsvettvangur frjálsra félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana sem láta sig varða velferð barna. Markmið hópsins er að styðja og styrkja foreldra, einkum í tengslum við tímabil eða sérstaka atburði þegar talið er líklegt að aukning verði á neyslu vímuefna meðal ungmenna.

Aðilar að SAMAN hópnum eru: Seltjarnarnesbær, Akureyrabær, Garðabær, Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær, Mosfellsbær, Sveitarfélagið Álftaness, Kópavogur, Barnaheill, Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, Heilsugæslan í Reykjavík, Heimili og skóli, IOGT, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Ný leið ráðgjöf, Rauði kross Íslands, Ríkislögreglustjórinn, SAMFOK, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska, Þjóðkirkjan og Lýðheilsustöð.

Vefsíða SAMAN hópsins er www.samanhopurinn.is




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?