Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Vinsælt að vera aðstoðarskólastjóri á Seltjarnarnesi
09.05.2007

Vinsælt að vera aðstoðarskólastjóri á Seltjarnarnesi

Skólaskrifstofa Seltjarnarness hefur auglýst tvær stöður aðstoðarskólastjóra lausar. Gísli Ellerup og Marteinn Jóhannsson eru að láta af störfum í vor fyrir aldurssakir.
08.05.2007

Ársreikningur Seltjarnarness fyrir 2006 samþykktur

Bæjarstjórn Seltjarnarness staðfesti ársreikning bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2006 á fundi sínum hinn 25. apríl síðast liðinn. Samkvæmt ársreikningnum er afkoma og rekstur bæjarsjóðs árið 2006 sú besta sögu bæjarfélagsins en Seltjarnarnes býr nú við meiri fjárhagslegan styrk en flest sveitarfélög landsins.
Blómstrandi vor
07.05.2007

Blómstrandi vor

Oft er sagt að gróður eigi erfitt uppdráttar á Seltjarnarnesi en meðfylgjandi myndir sem teknar voru í garði í Bakkavör nú í morgun, bera vott um annað.
Sumar í lofti
04.05.2007

Sumar í lofti

Börn í leikskólanum Mánabrekku voru á leið niður í fjöru þegar ljósmyndari smellti mynd af þeim. Slíkar vettvangsferðir eru alltaf vinsælar hjá leikskólabörnum enda margt að að skoða og upplifa í næsta nágrenni leikskólans
Ánægjulegur Gróttudagur
02.05.2007

Ánægjulegur Gróttudagur

Gróttudagurinn var haldinn 21. apríl og var að venju bæði ánægjulegur og fjölsóttur. Nokkur fjöldi gesta lagði leið sína út í eyjuna og naut náttúrufegurðarinnar, rannsakaði lífríkið, vitann og naut samvista við aðra gesti.
Flotbryggju komið fyrir í höfnina við Bakkavör.
27.04.2007

Flotbryggju komið fyrir í höfnina við Bakkavör.

Fimmtudaginn 26. mars var flotbryggju komið fyrir smábátahöfninni við Bakkavör. Í fyrrahaust losnaði flotbryggjan í höfninni og var bryggjan í framhaldi af því tekin á land til að vinna að viðhaldi.
Seltjarnarnesbær þátttakandi í sérfræðivinnu á vegum UNESCO
26.04.2007

Seltjarnarnesbær þátttakandi í sérfræðivinnu á vegum UNESCO

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) vinnur um þessar mundir að gerð staðla sem skilgreina eiga tæknifærni kennara. Markmið vinnunnar er að styðja við kennara og auka hæfni þeirra til að miðla þekkingu á tímum örrar tækniþróunar þar sem meðal annars er komin upp sú staða að nemendur þekkja betur til tækninnar en kennararnir.
24.04.2007

SAMAN hópurinn fær Íslensku lýðheilsuverðlaunin

Í dag veitti Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, SAMAN hópnum Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra. Seltjarnarnesbær er aðili að SAMAN hópnum.
23.04.2007

Seltjarnarnesbær semur við Vinnuvernd um þjónustu trúnaðarlæknis

Gengið hefur verið frá samningi Seltjarnarnesbæjar og Vinnuverndar um trúnaðarlæknisþjónustu. Veitt er ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni viðkomandi rekstri og varðandi fjarvistir í veikinda- og slysatilfellum.
Hreinsunarvika 28. apríl - 5. maí.
17.04.2007

Hreinsunarvika 28. apríl - 5. maí.

Ákveðið hefur verið að útvíkka hinn árvissa hreinunardag á Seltjarnarnesi. Nú stendur átakið frá laugardeginum 28. apríl til laugardagsins 5. maí. Þessa viku leggja starfmenn áhaldahúss garðeigendum lið og fjarlægja garðaúrgang sem settu hefur verið út fyrir lóðarmörk.
16.04.2007

Seltjarnarnes í fararbroddi í notkun rafrænna skilríkja

Undanfarin ár hefur fjármálaráðuneytið verið tilraunaverkefni um rafræn skilríki í gangi. Nú þegar eru slík skilríki meðal annars þegar notuð við skil á tollskýrslum, skattskýrslum endurskoðenda og við undirritun nýrra vegabréfa.
Skólalúðrasveitin á leið til Boston
11.04.2007

Skólalúðrasveitin á leið til Boston

Elstu meðlimir Skólalúðrasveitarinnar, svo kölluð C-sveit, hafa undanfarnar vikur verið við strangar æfingar undir stjórn Kára Einarssonar. Sveitin hefur starfað við skólann undanfarin 10 ár og komið fram við hin ýmsu tækifæri á Seltjarnarnesi og víðar
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?