A- og B-lúðrasveitir Tónlistarskóla Seltjarnarness héldu sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 24. mars síðast liðinn. Efnisskráin var fölbreytt að vanda og var gaman að sjá greinilega og mikla framför hjá báðum sveitum.
A- og B-lúðrasveitir Tónlistarskóla Seltjarnarness héldu sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 24. mars síðast liðinn.
Efnisskráin var fölbreytt að vanda og var gaman að sjá greinilega og mikla framför hjá báðum sveitum. B-sveitin mun taka þátt í tónlistarhátíð sem haldin verður í Ungverjalandi seinni hluta maímánaðar og A-sveitin hefur skráð sig á landsmót lúðrasveita sem haldið verður á Höfn í Hornafirði næsta haust.