Fara í efni

Verð á skólamáltíðum óbreytt síðan 2005

Verð á skólamáltíðum í grunn- og leikskólum Seltjarnarness mun ekki taka breytingum vegna lækkunar á virðisaukaskatti en það er nú eitt hið lægsta á landinu. Verð á skólamáltíðum í Grunnskólanum hefur ekki tekið mið af þróun matvælaverðs.

Verð á skólamáltíðum í grunn- og leikskólum Seltjarnarness mun ekki taka breytingum vegna lækkunar á virðisaukaskatti en það er nú eitt hið lægsta á landinu. Verð á skólamáltíðum í Grunnskólanum hefur ekki tekið mið af þróun matvælaverðs. Síðasta breyting sem gerð var á gjaldskrá skólamáltíða var í ársbyrjun 2005 er gjaldskráin lækkaði um 10%. Á sama tíma hefur matvælaverð í landinu hækkað vel á annan tug prósenta.

Verð á skólamáltíðum í skólanum hefur því ekki fylgt verðlagsþróun síðan í byrjun ársins 2004. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár stóð til að hækka verðið um 6% til að mæta verðlagsbreytingum síðasta árs en horfið var frá því þegar fréttir bárust af fyrirhugaðri lækkun virðisaukaskatts á matvælum.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?