Elstu meðlimir Skólalúðrasveitarinnar, svo kölluð C-sveit, hafa undanfarnar vikur verið við strangar æfingar undir stjórn Kára Einarssonar. Sveitin hefur starfað við skólann undanfarin 10 ár og komið fram við hin ýmsu tækifæri á Seltjarnarnesi og víðar
Elstu meðlimir Skólalúðrasveitarinnar, svo kölluð C-sveit, hafa undanfarnar vikur verið við strangar æfingar undir stjórn Kára Einarssonar. Sveitin hefur starfað við skólann undanfarin 10 ár og komið fram við hin ýmsu tækifæri á Seltjarnarnesi og víðar. Nú síðast stóð sveitin að uppfærslu á söngleiknum Skuldbindingu í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.
Sveitin hélt einnig tónleika á Veitingastaðnum Dómó í Þingholtsstræti laugardaginn 31. mars síðast liðinn og munu það hafa verið síðustu tónleikarnir hér á landi.
C-sveitin er hinsvegar á leið til Boston á næstunni þar sem haldnir verða tvennir til þrennir tónleikar. Tónlistarskólinn og Seltjarnarnesbær eru afar stoltir af þessum ungu hljóðfæraleikurum og óska þeim góðs gengis í Ameríku.