Fara í efni

Seltjarnarnesbær semur við Vinnuvernd um þjónustu trúnaðarlæknis

Gengið hefur verið frá samningi Seltjarnarnesbæjar og Vinnuverndar um trúnaðarlæknisþjónustu. Veitt er ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni viðkomandi rekstri og varðandi fjarvistir í veikinda- og slysatilfellum.

Gengið hefur verið frá samningi Seltjarnarnesbæjar og Vinnuverndar um trúnaðarlæknisþjónustu.

Veitt er ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni viðkomandi rekstri og varðandi fjarvistir íveikinda- og slysatilfellum.

Á viðtalstíma geta starfsmenn leitað til trúnaðarlæknisins með heilsuvanda er rekja má til starfsumhverfis eða áhættuþátta tengda vinnustað.

Einnig geta starfsmenn leitað ráðgafar varaðndi eigið heilsufar, en ekki verður um almenna heilsugæslu að ræða.

Heilsufarseftirlit og annað er snýr að almennri vinnu- og heilsuvernd á vinnustað er á höndum Vinnuverndar í samráði við trúnaðarlækni og Seltjarnarnesbæ.

Magnús Böðvarsson er trúnaðarlæknir bæjarins og tekur á móti starfsmönnum í Læknasetrinu Mjódd á þriðjudögum frá kl. 8:30 - 11:00. Ekki þarf að panta tíma og eru starfsmenn Seltjarnarnesbæjar hvattir til að nýta sér þjónustu Vinnuverndar varðandi eigið heilsufar.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?