Fara í efni

Skattar hækka ekki á Seltjarnarnesi

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness miðvikudaginn 24. nóvember s.l. Í henni kemur fram að fjárhagur bæjarins er í traustum skorðum og að rekstrarhlutfall aðalsjóðs verður með því lægsta sem þekkist á meðal sveitarfélaga.

BæjarhliðFjárhagsáætlun fyrir árið 2005 var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness miðvikudaginn 24. nóvember s.l. Í henni kemur fram að fjárhagur bæjarins er í traustum skorðum og að rekstrarhlutfall aðalsjóðs verður með því lægsta sem þekkist á meðal sveitarfélaga.

Álagningaprósenta útsvars hækkar ekki á milli ára og verður áfram 12,46% eða hin lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Álagningarprósenta fasteignagjalda helst einnig óbreytt en gert er ráð fyrir að þjónustugjöld hækki í takt við verðlagsþróun. Holræsagjald er ekki lagt á og mun Seltjarnarnes eitt sveitarfélaga um þá tilhögun. Elli- og örorkulífeyrisþegar munu eins og áður njóta afsláttar af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Áætlað veltufé frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs er áætlað um 163 milljónir króna án landssölu og nemur rekstrarhlutfall aðalsjóðs 85,4% af skatttekjum. Rekstrarafgangur samstæðunnar hækkar því um 6% á milli ára. Gert er ráð fyrir að tekjur af landssölu nemi um 350 milljónum króna. Ekki er gert ráð fyrir að ný lán verði tekin á árinu. Peningaleg staða Seltjarnarnesbæjar er því með því besta sem gerist á meðal sveitarfélaga og skuldir á hvern íbúa þær lægstu á meðal stærri sveitarfélaga, hvort sem litið er til A-hluta bæjarsjóðs eða samstæðu. Áætlað er að langtímaskuldir bæjarins og fyrirtækja hans nemi alls um 408 milljónum kr. í lok ársins eða sem nemur u.þ.b. 88 þúsund kr. á íbúa. Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að árið 2005 verði mikið framkvæmdaár og meðal verkefna má nefna áframhaldandi endurnýjun Mýrarhúsaskóla, framkvæmdir við Nesstofu, fyrirhugaða ljósleiðaralögn, byggingu hjúkrunarheimilis, gervigrasvöll og framkvæmdir við sundlaug.

Sjá Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir 2005.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?