Fara í efni

Seltirningum gekk vel á haustmóti Fimleikasambandsins.

Helgina 6. og 7. nóvember s.l. fór fram haustmót Fimleikasambandsins en það er fyrsta mót vetrarins og fór það fram í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði. Um 200 keppendur tóku þátt í mótinu þar af 22 keppendur frá Fimleikadeild Gróttu.

Helgina 6. og 7. nóvember s.l. fór fram haustmót Fimleikasambandsins en það er fyrsta mót vetrarins og fór það fram í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði. Um 200 keppendur tóku þátt í mótinu þar af 22 keppendur frá Fimleikadeild Gróttu.

Seltirningar stóðu sig með mikilli prýði og fengu mörg verðlaun. Ánægjulegt var að sjá stráka frá Gróttu taka þátt en mörg ár eru síðan Grótta átti keppendur meðal piltanna.

Fimleikastúlkur 2004Í meistaraflokki 16 ára og eldri vann Sif Pálsdóttir til 4 gullverðlauna, Hera Jóhannesdóttir fékk 3 silfurverðlaun, Birta Benónísdóttir 3 bronsverðlaun og Björk Óðinsdóttir 1 silfurverðlaun. Í sama flokki, 15 ára og yngri vann Harpa Snædís Hauksdóttir 2 gullverðlaun og 1 silfurverðlaun og Fanney Hauksdóttir 3 bronsverðlaun.

 

Fimleikastúlkur 2004Þessir krakkar kepptu fyrir Gróttu á Haustmótinu og stóðu sig mjög vel.  Stúlkurnar kepptu í 5 þrepi og varð Angenlique Pétursdóttir í öðru sæti samanlagt.

 

 

Fimleikastúlkur 2004

Þessar stúlkur kepptu í 3ja og 4. þrepi á Haustmótinu. Til verðlauna í 3.þrepi unnu þær Embla Jóhannesdóttir og Ingunn Erlendsdóttir en þær urðu báðar í 2.sæti samanlagt í 3.þrepi 9-10 ára. Í flokki 11-12 ára varð Dómínó Belany í 3ja sæti.

 

 

Á vefsíðunni fimleikar.is má sjá að Grótta á 3 stúlkur í A-landsliði og 1 varamann. Næsta verkefni landsliðsins er Norður-Evrópumót í Danmörku.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?