Ráðstefna um drengjamenningu í grunnskólum á Grand Hótel í Reykjavík 24. febrúar 2005
Skráning á Ráðstefnu um drengjamenningu 24. feb. 2004
Seltjarnarnesbær, Garðabær, Mosfellsbær og Reykjanesbær hafa að undanförnu unnið í samvinnu við Heimili og skóla og Kennaraháskóla Íslands að skipulagningu ráðstefnu um karlmennsku og drengi í grunnskóla. Ráðgert er að halda ráðstefnuna á Grand Hótel í Reykjavík 24. febrúar 2005. Fjölmörg erindi verða flutt á ráðstefnunni en hún mun standa yfir frá kl. 9:00 -16:30.
Verð er kr. 9.500. Innifalið eru ráðstefnugögn, matur og kaffi. Ráðstefnan er öllum opin.
Hægt er að ská sig á ráðstefnuna á heimasíðu Congress.is eða hér
Undirbúningur ráðstefnunnar hófst sl. vor. Strax í upphafi var sú ákvörðun tekin að fjalla aðallega um stöðu drengja í grunnskólum þó svo áhugavert hefði verið að fjalla um stöðu drengja á fleiri skólastigum.
Flutt verða nokkur stutt erindi og síðan verða umræður í litlum hópum þar sem leitast er við að svara ýmsum spurningum um stöðu og aðgerðir er varða drengi í grunnskólum. Meðal umfjöllunarefnis verða tölulegar staðreyndir og vangaveltur, starfshugsun og staðalmyndir, karlmennska og drengjamenning. Auk þess verða sagðar reynslusögur af sérstökum verkefnum sem unnin hafa verið í grunnskóla. Markmið ráðstefnuhaldara er að þátttakendur fari heim af ráðstefnunni með bæði fræðilega þekkingu og praktískar úrlausnir. Auk innlendra skóla- og fræðimanna mun Bob Lingard, ástralskur fræðimaður, flytja erindi á ráðstefnunni. Hann hefur unnið með áströlsku ríkisstjórninni að aðgerðum til að sporna gegn versnandi stöðu og gengi drengja í grunnskólum.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á heimasíðum undirbúningsaðila.
Dagskrá
8.45 |
Móttaka - afhending gagna |
9.10 |
Setning - Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar |
9.15 |
Ávarp menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur |
9.25 |
Einkunnir, aðbúnaður og liðan - Tölulegar staðreyndir og vangaveltur |
9.25-9.40 |
Júlíus Björnsson, forstöðumaður, Námsmatsstofnun |
9.40-9.55 |
Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarstjóri kennslufræðideildar Háskólans í ReykjavíkKynjamunur í skólastarfi, umhverfi og aðstæður |
9.55-10.10 |
Kristjana Stella Blöndal, aðstoðarforstöðumaður Félagsvísindastofnunar |
10.10 |
Starfshugsun og staðalmyndir |
10.10-10.25 |
Dr. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir lektor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands Eru allir strákar eins? Framtíðaráform drengja í 10. bekk greind eftir einkunnum, búsetu og tómstundaiðju |
10.25-10.45 |
Umræður við hvert borð - kaffi |
10.45 |
Karlmennska og drengjamenning í grunnskólum, áhrif, afleiðingar og aðgerðir í þágu drengja |
10.45-11.45 |
Bob Lindgard, prófessor frá Háskólanum í Sheffield og Dr. Martin Mills frá Ástralíu Aðgerðir stjórnvalda i Ástralíu - rannsóknir, úrbætur og áhrif |
11.45-11.55 |
Fyrirspurnir |
11.55-12.15 |
Umræður við hvert borð |
12.15-13.15 |
Matarhlé |
13.15-13.30 |
Berglind Rós Magnúsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og kennariKarlmennska og drengjamenning |
13.30-14.10 |
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri |
14.10-14.30 |
Umræður við hvert borð |
14.30 |
Reynslusögur úr grunnskólum |
14.30-14.50 |
Ásþór Ragnarsson, sálfræðingur og Lilja Ólafsdóttir M.Ed. grunnskólakennari |
14.50-15.10 |
Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar |
15.10-15.30 |
Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna '78 og Sara Dögg Jónsdóttir, grunnskólakennari |
Veruleiki og þarfir samkynhneigðra pilta í grunnskólum |
|
15.30-15.50 |
Umræður við hvert borð og kaffi |
16.00 |
Samantekt og ráðstefnuslit, Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands |