Fara í efni

Lögreglunni afhentar myndir

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, afhenti Geirjóni Þórissyni, yfirlögregluþjóni Lögreglunnar í Reykjavík á dögunum myndir af þeim lögreglumönnum sem hvað lengst störfuðu á Seltjarnarnesi á meðan það var sjálfstætt lögregluumdæmi.

Ingimundur Helgason, Jónmundur Guðmarsson, Sæmundur Pálsson, Geirjón ÞórissonJónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, afhenti Geirjóni Þórissyni, yfirlögregluþjóni Lögreglunnar í Reykjavík á dögunum myndir af þeim lögreglumönnum sem hvað lengst störfuðu á Seltjarnarnesi á meðan það var sjálfstætt lögregluumdæmi. Þetta eru þeir Ingimundur Helgason og Sæmundur Pálsson og voru þeir viðstaddir afhendinguna ásamt núverandi varðstjóra lögreglustöðvarinnar á Eiðistorgi, Eiði Eiðssyni.

Ingimundur Helgason, Eiður Eiðsson, Sæmundur PálssonÞeir Ingimundur og Sæmundur störfuðu á Seltjarnarnesi í samtals rúmlega 50 ár og eru mörgum íbúum bæjarins minnisstæðir og kærir fyrir vel unnin störf og alúðlega framkomu við Seltirninga. Myndirnar verða varðveittar á lögreglustöðinni á Eiðistorgi sem hluti af sögu lögreglunnar.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?