Fara í efni

Vel heppnuð ráðstefna um drengjamenningu.

Mikil aðsókn var á ráðstefnu um drengjamenningu í grunnskólum, sem var haldin á Grand Hótel í Reykjavík í gær, fimmtudaginn 24. febrúar. Allls sátu um 280 þátttakendur ráðstefnuna; kennarar, foreldrar og forystufólk í skólamálum og komust færri að en vildu.

Mikil aðsókn var á ráðstefnu um drengjamenningu í grunnskólum, sem var haldin á Grand Hótel í Reykjavík í gær, fimmtudaginn 24. febrúar. Allls sátu um 280 þátttakendur ráðstefnuna; kennarar, foreldrar og forystufólk í skólamálum og komust færri að en vildu.  
Ráðstefna um drengjamenningu

Ellefu íslenskir fræðimenn fluttu erindi á ráðstefnunni og tveir ástralskir fræðimenn, Bob Lindgard og Martin Mills, en þeir hafa unnið fyrir áströlsku ríkisstjórnina að greiningu á vanda drengja í grunnskólum og kortlagt aðgerðir til úrbóta. Ásdís Halla Bragadóttir , bæjarstjóri í Garðabæ setti ráðstefnuna og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ávarpaði ráðstefnugesti. Sveitarfélögin Seltjarnarnesbær,  Reykjanesbær, Mosfellsbær og Garðabær sáu um undirbúning og skipulag ráðstefnunnar í samvinnu við Heimili og skóla, KHÍ og menntamálaráðuneyti. Bæjarstjórar sveitarfélaganna skiptu bróðurlega með sér fundastjórn.

Það var samdóma álit ráðstefnugesta að mjög vel hefði tekist til, fróðleg erindi flutt og gagnleg umræða farið fram. Fyrirkomulag ráðstefnunarinnar var með þeim hætti að eftir tvö til þrjú erindi ræddu þátttakendur saman í 12 manna hópum um það sem fram kom í erindunum og skiptust á skoðunum. Fyrir hvern hóp störfuðu hópstjórar sem tóku saman niðurstöður sem verða svo sendar þátttakendum.

Hægt verður að nálgast glærur frá ráðstefnunni á vefnum www.congress.is.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?