Fara í efni

Þemadagar og opið hús í Tónlistarskóla Seltjarnarness

Mörg undanfarin ár hefur Tónlistarskólinn ráðið til sín gestakennara í tengslum við dag tónlistarskólanna sem haldinn er hátíðlegur síðasta laugardag í febrúar á hverju ári.

Þemadagar Tónlistarskóla SeltjarnarnessMörg undanfarin ár hefur Tónlistarskólinn ráðið til sín gestakennara í tengslum við dag tónlistarskólanna sem haldinn er hátíðlegur Þemadagar Tónlistarskóla Seltjarnarnesssíðasta laugardag í febrúar á hverju ári.

Gestakennarar tónlistarskólans að þessu sinni voru Margrét Pálmadóttir söng- og kórstjóri og Þórdís Guðmundsdóttir tónmenntakennari. Þær kenndu nemendum tjáningarmáta á lögum frá Afríku og Suður-Ameríku.

Þemadögunum lauk með opnu húsi í Þemadagar Tónlistarskóla SeltjarnarnessTónlistarskólanum á degi tónlistarskólanna laugardaginn 26. febrúar. Fjölmargir Seltirningar lögðu leið sína í skólann þennan dag og hlýddu á mjög fjörleg og skemmtileg lög frá áður nefndum löndum sem nemendur fluttu við undirleik kennara skólans. Einnig var boðið upp á fjölbreytta tónlistardagskrá sem fram fór á nokrum stöðum í skólanum.

Foreldrafélag skólalúðrasveita gekkst fyrir kaffisölu til styrktar lúðrasveitunum.

Dagurinn var í alla staði mjög ánægjulegur og ekki var annað að sjá en að folk skemmti sér hið besta


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?