Fara í efni

Gróttu stúlkur og drengir standa sig sig vel

Fimleikadeild Gróttu stóð sig vel í Gymnova þrepamóti FSÍ í áhaldafimleik sem haldið var í Laugardagshöll helgina 29. – 30. janúar sl. Unnu þau til 29 verðlaunapeninga.

Gymnova þrepamót FSÍ í Laugardagshöll.

Fimleikadeild Gróttu 5. þrepFimleikadeild Gróttu stóð sig vel í Gymnova þrepamóti FSÍ í áhaldafimleik sem haldið var í Laugardagshöll helgina 29. – 30. janúar sl. Þetta mót er eitt fjölmennasta fimleikamót ársins, en þátt tóku um 250 stúlkur og drengir á aldrinum 9-16 ára frá 10 félögum. Keppnin var aldursskipt og voru keppnishóparnir alls 17. Hjá stúlkum var keppt á fjórum áhöldum en drengir kepptu á sex áhöldum. Fimleikadeild Gróttu - 3ja og 4ja þrep ásamt þjálfurumVeitt voru verðlaun fyrir árangur á einstökum áhöldum og fyrir fjölþraut þ.e. samanlagður árangur í keppni á öllum áhöldum.

Keppendur Gróttu stóðu sig afbragðsvel á þessu móti og í heildina fengu þau 29 verðlaunapeninga. Grótta átti fjölþrautar-meistar í Fimleikadeild Grottu Helga Kristin Einarsdóttirfjórum hópum,  þær Tinnu Óðinsdóttur,  Dominó Belany, Helgu Kristínu Einarsdóttur og Evu Katrínu Friðgeirsdóttur. Þjálfarar keppenda Gróttu á þessu móti voru Ásdís Björk Pétursdóttir, Lára Ragnarsdóttir Constanín Antonow og Guðrún María Jónsdóttir.

Íslands- og meistaramót í almennum fimleikum í Vestmanneyjum.

Fimleikadeild Grottu Elin Margret BjörnsdóttirHelgina  5. og 6. febrúar fór fram Íslandsmót og meistaramót í almennum fimleikum, var það haldið í Vestmannaeyjum.  Guðrún María Johnsson, Anja R. Egilsdóttir og Edda R. Kjartansdóttir unnu til verðlauna á Íslandsmótinu sem fór fram á laugardeginum.

Á Meistaramótinu sem var á sunnudeginum eignaðist Grótta meistara í 2 þrepi, 12 ára og yngri, en það var Elín Margrét Fimleikadeild GrottuBjörnsdóttir. Í öðru sæti varð Marta María Árnadóttir. Þjálfarar stúlknanna eru Gabríella Belany og henni til aðstoðar er Constantín Antonov.

 

Stjörnutromp.

Sunnudaginn 13. febrúar kepptu þrír hópar frá Gróttu á Stjörnutrompi, þar lenti T-2 í fyrsta sæti, T-1 í öðru sæti og T-3 í fjórða sæti.  Góður árangur hjá þessum hópum.

Fimleikadeild Grottu -T1

 

Á vefnum www.fimleikar.is er hægt að sjá öll úrslit og ýmar upplýsingar varðandi fimleika.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?