Fara í efni

Seltjarnarnesbær veitir jafnréttisviðurkenningu í fyrsta sinn

Seltjarnarnesbær veitti á dögunum jafnréttisviðurkenningu bæjarins í fyrsta sinn en samkvæmt jafnréttisáætlun bæjarins skal slík viðurkenning veitt einu sinni á hverju kjörtímabili til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og/eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.

Hermann Björnsson, Kristín Konráðsdóttir, Sigrún Edda JónsdóttirSeltjarnarnesbær veitti á dögunum jafnréttisviðurkenningu bæjarins í fyrsta sinn en samkvæmt jafnréttisáætlun bæjarins skal slík viðurkenning veitt einu sinni á hverju kjörtímabili til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og/eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.

Jafnréttisnefnd Seltjarnarnesbæjar sendi í undirbúningi viðurkenningarinnar bréf til allra stofnana og fyrirtækja á Seltjarnarnesi, bæði yfirmanna og starfsmanna þar sem þeim var gefin kostur á að tilnefna sitt fyrirtæki til jafnréttisviðurkenningar. Með bréfinu var sendur gátlisti þar sem hægt var að fara yfir í hvaða atriðum vel væri gert í jafnréttismálum.

Alls bárust tilnefningar frá 6 stofnunum og fyrirtækjum sem öll voru með réttar áherslur í jafnréttismálum og nokkur með jafnréttisstefnu sem fylgt er í hvívetna.

Starfsmenn ÍslandsbankaÍslandsbanki á Eiðistorgi hlaut viðurkenninguna í þetta sinn og var það álit jafnréttisnefndar að útibúið hafi mjög vandaða stefnu í jafnréttismálum sem sé vel fylgt eftir. Hjá fyrirtækinu starfar jafnræðisnefnd sem starfar eftir samþykktri stefnu og er reynt eftir megni að rétta hlutfall kynjanna. Konur eru meiri hluti starfsmanna og í tilfelli útibúsins eru efstu stjórnunarlög skipuð konum.

Íslandsbanki kemur á móts við fjölskyldufólk með því að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma og mjög almennur skilningur er á fjölskylduábyrgð starfsfólks, jafnt kvenna sem karla. Innan bankans er mjög öflugt fræðslustarf sem bæði kyn nýta sér og konur og karlar hafa jöfn tækifæri til stöðuhækkana skv. jafnræðisáætlun útibúsins. Allir starfsmenn útibúsins hjálpast að við tilfallandi verk í eldhúsi og þrifum, virk umræða er um jafnréttismál á vinnustaðnum og almenn ánægja með að jafnræðisnefnd sé starfandi. Allir starfsmenn útibúsins tilnefndu sitt fyrirtæki til jafnréttisviðurkenningarinnar en það var eina fyrirtækið sem það átti við um.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?