Fara í efni

Félagsstarf aldraðra

Um 25 konur mæta að staðaldri á opna vinnustofu Félagsmiðstöðvarinnar að Skólabraut 3-5, en hún er opin á mánudögum og miðvikudögum kl.13:30-16:30 og allir velkomnir.

Líf og fjör á vinnustofu Félagsmiðstöðvar aldraðra að Skólabraut 3-5.

Félagsstarf aldraðraUm 25 konur mæta að staðaldri á opna vinnustofu Félagsmiðstöðvarinnar að Skólabraut 3-5, en hún er opin á mánudögum og miðvikudögum kl.13:30-16:30 og allir velkomnir. Í upphafi árs var ákveðið að breyta aðeins til í handavinnunni og föndrið aðeins lagt til hliðar um sinn og í staðinn voru prjónar teknir upp. Það ríkir gleði og kátína hjá prjónakonunum sem beita fyrir sig prjónum á stærð við kústsköft og framleiða flotta trefla og húfur. Þau sem enn hafa ekki látið sjá sig eru hvattir til að koma og slást í hópinn.Félagsstarf aldraðra

Heimsókn í Öskju.

Föstudaginn 28. janúar s.l. fór stór hópur eldri bæjarbúa í heimsókn í Öskju- náttúrufræðihús Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni en þar er til húsa, auk fyrirlestrarsala, Líffræðistofnun og Norræna eldfjallastöðin.

Félagsstarf aldraðraÁ móti hópnum tók umsjónarmaður hússins Eiríkur Hermannsson og leiddi hópinn um húsakynnin. Vísindamenn á vegum stofnunarinnar kynntu starfsemina og var m.a. fræðst um rannsóknir á jarðskorpu- og eldgosum. Áhuga vöktu jarðskjálftamælarinir sem sýndu m.a. skjálftavirkni í Ljótapolli, Grímsvötnum, Jökulheimum og Vonarskarði. Að lokum var hópnum boðið að þyggja veitingar og. Í lokum fróðlegrar heimsóknar var hópnum boðið þigga veitingar.

Félagsstarf aldraðra




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?