Fara í efni

66% vilja öryggismyndavélar við bæjarmörkin

Í kjölfar skýrslu starfshóps um öryggismál sem skipaður var af bæjarstjórn varð nokkur umræða um öryggismyndavélar sem forvarnartæki.

EftirlitsmyndavélÍ kjölfar skýrslu starfshóps um öryggismál sem skipaður var af bæjarstjórn varð nokkur umræða um öryggismyndavélar sem forvarnartæki. Í viðamikill þjónustukönnun sem IMG Gallup gerði fyrir bæjarfélagið í vetur var meðal annars könnuð afstaða Seltirninga til uppsetningar öryggismyndavéla í forvarnarskini gegn innbrotum og skemmdarverkum.

Þar kom fram að tæplega 66% þeirra sem afstöðu tóku eru hlynntir notkun eftirlitsmyndavéla til að sporna gegn afbrotum. Fjórðungur þeirra sem svara er andvígur öryggismyndavélum og er andstaðan mest hjá aldurshópnum 18-24 ára og meðal einhleypra.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?