Fara í efni

Samið við ÍSTAK um framkvæmdir við íþróttamiðstöð

Á dögunum var undirritaður samningur við ÍSTAK um verulegar endurbætur á íþróttamiðstöð og Sundlaug Seltjarnarness.

Á dögunum var undirritaður samningur við ÍSTAK um verulegar endurbætur á íþróttamiðstöð og Sundlaug Seltjarnarness. Um er að ræða fyrstu fjóra áfangana en í þeim verða meðal annars gerðar breytingar á búningsklefum laugarinnar og útvistarsvæðum auk breytinga á eldhúsi og anddyri Félagsheimilisins. Framkvæmdir munu hefjast í byrjun nóvember og er áætlað að þeim ljúki í mars á næsta ári.

Undirritun vegna endurbóta á íþróttamiðstöð

Á myndinni eru: Standandi, Örn Steinar Sigurðsson hjá VST, Viðar Austmann hjá ÍSTAK og Ylfa Thordarson hjá VST og við borðið sitja Loftur Árnason, framkvæmdastjóri ÍSTAK og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?