Fara í efni

Sexhundruð íbúðir tengdar á næstunni

Verklegar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi hófust eins og kunnugt er í vor þegar hafist var handa við að tengja fjölbýlishúsin við Austurströnd og Eiðistorg. Fyrir nokkru hófust síðan tilraunir við að bora undir gangstéttir við Sefgarða, Nesbala og Valhúsabraut.

Verklegar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi hófust eins og kunnugt er í vor þegar hafist var handa við að tengja fjölbýlishúsin við Austurströnd og Eiðistorg. Fyrir nokkru hófust síðan tilraunir við að bora undir gangstéttir við Sefgarða, Nesbala og Valhúsabraut.

Lagning ljósleiðaraBoranirnar gengu ekki eins vel og vonast var eftir þar sem gangstéttir lyftu sér nokkuð sem skýrist að hluta til á undirlagi þeirra. Unnið er að því að fá grennri bor til landsins sem vonast er til að gefist betur.

Á næstu dögum verður hafist handa við að leggja ljósleiðara við Bakkavör, Barðaströnd, Bollagarða, Bygggarða, Fornuströnd, Hofgarða, Kolbeinsmýri, Látraströnd, Lindarbraut, Melabraut, Miðbraut, Nesbala, Sefgarða, Suðurströnd, Sæbraut, Sævargarða, Tjarnarból, Unnarbraut, Valhúsabraut, Vallarbraut, Vesturtrönd og Víkurströnd.

Við þessar götur er reiknað með að sagað verði í gangstéttir til að koma lögninni niður.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?