01.11.2005
Menningarnefnd gefur Grunnskóla Seltjarnarness bekkjarsett af Myndlykli
Formaður menningarnefndar Seltjarnarness, Sólveig Pálsdóttir, færði á dögunum Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla og Valhúsáskóla að gjöf tvö bekkjarsett af Myndlykli. Bókin sem kom út á vegum menningarnefndar í sumar inniheldur greinargóða umfjöllun um úrval listaverka í eigu bæjarins.
28.10.2005
Álftarungi innlyksa á Bakkatjörn
Frá því að hólminn í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi var byggður hefur álftapar gert sér þar hreiður ár hvert. Síðast liðið vor var engin undanteknir og komust nokkrir álftarungar á legg.
26.10.2005
Öflugt starf í upplýsingatækni í leikskólum Seltjarnarness
Á leikskólum Seltjarnarness er unnið markvisst með notkun tölva í elstu árgöngunum. Upphafið að þessu starfi má rekja til þróunarverkefnis sem stóð yfir frá 1998-2000 og fjallaði um skapandi notkun tölva í leikskólastarfi.
24.10.2005
Afmæli kvennafrídags
Forstöðumenn stofnana Seltjarnarnesbæjar hafa tekið vel í að gefa starfsfólki sínu frí til að taka þátt í dagskrá vegna 30 ára afmælis kvennafrídagsins 24.október 2005. Af þessum sökum verður töluverð röskun á þjónsutu bæjarins eftir kl. 14:00 í dag. Sýnum samstöðu í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.
24.10.2005
Selið 15 ára
Fimmtudaginn 27. október verður haldað upp á 15 ára afmæli félagsmiðstöðvarinnar Selsins. Að því tilefni er bæjarbúum boðið til fagnaðar í Selinu milli klukkan 17:00 og 19:00.
21.10.2005
Tilraunaverkefni um hverfagæslu á Seltjarnarnesi
Að frumkvæði bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur bæjarfélagið samið við Securitas um hverfagæslu á Seltjarnarnesi í því skyni að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum. Tilraunaverkefnið er nýmæli hér á landi og er unnið í samstarfi við lögreglu og dómsmálaráðuneyti.
21.10.2005
Fyrsta skóflustungan að nýjum gervigrasvelli
Í gær hófst formlega bygging á nýjum og fullkomnum gervigrasvelli, ásamt minni æfingavelli, við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Fyrstu skóflustunguna að vellinum tóku ungir iðkendur úr íþróttafélagi bæjarins, Gróttu. Unnið verður að krafti við völlinn á næstunni með það fyrir augum að æfingar og keppni geti hafist eigi síðar en í maí 2006.
20.10.2005
Opið gagnaflutningsnet besta leiðin til að tryggja jafnræði
Fulltrúum Seltjarnarnesbæjar var í haust boðin þátttaka á alþjóðlegri ráðstefnu Cisco Systems um framtíðarsýn svæða-, borgar og bæjarstjórna um framtíðarmöguleika internettækni í tengslum við opinbera stjórnsýslu og þjónustu við íbúa.
19.10.2005
Vel heppnaður skipulagsdagur
Opinn skipulagsdagur var haldinn á Eiðistorgi í gær þar sem kynnt var tillaga að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024. Á staðnum voru skipulagsráðgjafar ásamt fulltrúum frá skipulags- og mannvirkjanefnd og svöruðu þeir fyrirspurnum og tóku við ábendingum.
18.10.2005
Skipulagsdagur á Eiðistorgi
Í dag milli klukkan 16 og 21 munu ráðgjafar og fulltrúar frá skipulags- og mannvirkjanefnd verða á Eiðistorgi og taka við ábendingum og svara fyrirspurnum varðandi tillögu að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.
17.10.2005
Heimili á Seltjarnarnesi tengd internetinu yfir ljósleiðara OR
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur gert samning við Hive, Hringiðuna og Skýrr um sölu á internetþjónustu til heimila sem tengjast ljósleiðaraneti OR og eru heimili á Seltjarnarnesi byrjuð að nýta þá þjónustu. Á næstunni er búist við að samningar takist við fleiri aðila um sölu á slíkri þjónustu.