Fara í efni

Úrslit úr íbúakosningu um deiliskipulag

Talningu atkvæða í íbúakosningu vegna deiliskipulags Hrólfsskálamels og Suðurstrandar lauk laust fyrir klukkan 23:00. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði eða 52,05%. H-tillaga fékk 768 atkvæði eða 44,85% af gildum atkvæðum. S-tillaga fékk 944 atkvæði eða 55,15% af gildum atkvæðum. Auðir seðlar og ógildir voru 15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?