Fara í efni

Auglýst eftir aðilum til að koma að rekstri líkamsræktarstöðvar

Nýlega auglýsti Seltjarnarnesbær eftir samstarfsaðila er áhuga hefði á að sjá um og reka líkamsræktarstöð í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness en bygging líkamsræktarstöðvar er hluti af endurbótum á sundlaugar- og íþróttamannvirkjum bæjarins.

Í sólbaðiNýlega auglýsti Seltjarnarnesbær eftir samstarfsaðila er áhuga hefði á að sjá um og reka líkamsræktarstöð í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness en bygging líkamsræktarstöðvar er hluti af endurbótum á sundlaugar- og íþróttamannvirkjum bæjarins.

Framundan er vinna við hönnun og útfærslu líkamsræktar í tengslum við Sundlaugina og því gott að fá sjónarmið þeirra aðila er þekkingu hafa á slíkum rekstri sem fyrst inn í þá vinnu. Bærinn áformar ekki að eiga eða reka líkamsræktarstöðina en mun koma að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins eftir atvikum.

Fimm aðilar skiluðu þátttökutilkynningu, en þeir eru: Þrek ehf. sem rekur World Class, Jóhann G. Jóhannsson og Guðrún Kaldal, Nautilus Ísland ehf, Páll Þórólfsson og Björgvin Finnsson og Þorsteinn Guðjónsson og Bjargey Aðalsteinsdóttir. Á næstunni verður unnið úr fyrirliggjandi gögnum og í framhaldinu fundað með öllum aðilum er skiluðu þátttökutilkynningu.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?